Mótmæli gegn mótmælum Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. janúar 2015 07:00 „Frú Merkel, hér er þjóðin,“ stendur á skilti við mynd af Angelu Merkel kanslara, sveipaðri slæðu og dapurri á svip. fréttablaðið/AP „Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París. Charlie Hebdo Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
„Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París.
Charlie Hebdo Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira