Lífið

Opna gistiheimili undir Hraundranganum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Æðislegt umhverfi Svæðið í kringum Auðnir í Öxnadal er engu líkt.
Æðislegt umhverfi Svæðið í kringum Auðnir í Öxnadal er engu líkt.
„Þeim bauðst að kaupa alla jörðina að Auðnum, en nú eru um hundrað ár eru síðan langafi minn keypti jörðina að Auðnum fyrst. Þau vissu að það væri eftirspurn eftir gistiheimili á þessu svæði, svo þau kýldu bara á þetta,“ segir Ásta Júlía Heiðmann Aðalsteinsdóttir.

Hún er dóttir hjónanna Aðalsteins Heiðmanns Hreinssonar og Sigríðar Svavarsdóttur bænda að Auðnum í Öxnadal, en þar opna þau gistiheimili á næstu dögum undir hraundröngunum.„Svæðið hér í kring er svo fallegt. Jónasarlundur er hérna við veginn og það er mikið af fólki sem stoppar þar og tekur myndir af svæðinu,“ segir Ásta.

Næsti bær við Auðnir er Hraun í Öxnadal þar sem skáldið Jónas Hallgrímsson fæddist.„Ég er oft spurð að því hvort það hafi ekki verði æðislegt að alast upp hérna. Jú, það er frábært að vera hérna. Stutt í bæinn, hægt að fara í gönguferðir hér um allt og svo er stutt í sund,“ segir Ásta. „Það er strax búið að panta fyrstu nóttina og við erum að leggja lokahönd á þetta.

Þau vonast jafnvel til að geta boðið gestum að kíkja í fjósið og í fjárhúsið. Svo eru þeir gestir sem vilja velkomnir í sauðburð,“ segir hún. Áhugasamir geta sent póst á audnir1@gmail.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×