Baldvin Z leikstýrir Rétti 3 Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 08:30 Baldvin Z ásamt Jóhönnu Margréti Gísladóttur. Þau eru mjög spennt fyrir þáttunum Rétti 3 sem verða sýndir á Stöð 2 í haust. Vísir/Getty Sagafilm og Stöð 2 hafa undirritað samning um framleiðslu á þriðju þáttaröðinni af Rétti. Tökur hefjast í apríl og fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í haust. Alls verða þættirnir, sem fjalla um lögfræðingana Loga og Brynhildi, níu talsins. Leikstjóri verður Baldvin Z en kvikmynd hans, Vonarstræti, var vinsælasta íslenska myndin á síðasta ári. Handritshöfundar eru Þorleifur Örn Arnarsson, sem leikstýrði nú síðast Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu og þar áður Englum alheimsins við góðar undirtektir, og Andri Óttarsson sem er að stíga sín fyrstu skref sem handritshöfundur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er öðru vísi verkefni en ég hef áður tekið að mér. Það er bara spennandi að fara inn á nýjar brautir,“ segir Baldvin Z. „Ég verð að viðurkenna að ég horfi sjálfur ekki mikið á þessa tegund sjónvarpsþátta og það gerir það enn þá meira spennandi að sjá hvernig útkoman verður. Ég las handritið að fyrstu þremur þáttunum og mér fannst það meiriháttar skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég sló til er bæði vegna handritsins og að málefnið sem þættirnir takast á við er mjög þarft, eða þessi duldi heimur á internetinu,“ segir hann og á við umræðuna sem hefur verið undanfarið um klám á netinu, þar á meðal á Snapchat. Verið er að leggja lokahönd á handritið og óhætt er að segja að þáttaröðin byrji á háu nótunum því hún hefst á því að fjórtán ára stúlka finnst hengd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Stærsta breytingin frá síðustu þáttaröðum er sú að Réttur 3 mun ekki gerast eins mikið í réttarsal og áður. Eitt mál verður ekki lengur rannsakað í hverjum þætti heldur mun þáttaröðin að mestu snúast um þetta eina mál. Sem fyrr verða þau Magnús Jónsson í hlutverki Loga og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki Brynhildar. Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er mjög ánægð með samninginn. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda gengu hinar seríurnar vel. Það er flott að geta sýnt hágæða leikið íslenskt efni á Stöð 2,“ segir Jóhanna Margrét og bætir við að Réttur 3 verði flaggskip haustdagskrárinnar á Stöð 2. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Sagafilm og Stöð 2 hafa undirritað samning um framleiðslu á þriðju þáttaröðinni af Rétti. Tökur hefjast í apríl og fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í haust. Alls verða þættirnir, sem fjalla um lögfræðingana Loga og Brynhildi, níu talsins. Leikstjóri verður Baldvin Z en kvikmynd hans, Vonarstræti, var vinsælasta íslenska myndin á síðasta ári. Handritshöfundar eru Þorleifur Örn Arnarsson, sem leikstýrði nú síðast Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu og þar áður Englum alheimsins við góðar undirtektir, og Andri Óttarsson sem er að stíga sín fyrstu skref sem handritshöfundur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er öðru vísi verkefni en ég hef áður tekið að mér. Það er bara spennandi að fara inn á nýjar brautir,“ segir Baldvin Z. „Ég verð að viðurkenna að ég horfi sjálfur ekki mikið á þessa tegund sjónvarpsþátta og það gerir það enn þá meira spennandi að sjá hvernig útkoman verður. Ég las handritið að fyrstu þremur þáttunum og mér fannst það meiriháttar skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég sló til er bæði vegna handritsins og að málefnið sem þættirnir takast á við er mjög þarft, eða þessi duldi heimur á internetinu,“ segir hann og á við umræðuna sem hefur verið undanfarið um klám á netinu, þar á meðal á Snapchat. Verið er að leggja lokahönd á handritið og óhætt er að segja að þáttaröðin byrji á háu nótunum því hún hefst á því að fjórtán ára stúlka finnst hengd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Stærsta breytingin frá síðustu þáttaröðum er sú að Réttur 3 mun ekki gerast eins mikið í réttarsal og áður. Eitt mál verður ekki lengur rannsakað í hverjum þætti heldur mun þáttaröðin að mestu snúast um þetta eina mál. Sem fyrr verða þau Magnús Jónsson í hlutverki Loga og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki Brynhildar. Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er mjög ánægð með samninginn. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda gengu hinar seríurnar vel. Það er flott að geta sýnt hágæða leikið íslenskt efni á Stöð 2,“ segir Jóhanna Margrét og bætir við að Réttur 3 verði flaggskip haustdagskrárinnar á Stöð 2.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira