Helstu stjörnur andstæðinga Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2015 15:00 Nikola Karabatic vísir/afp Ísland er í C-riðli á HM með sterkum þjóðum. Sterkustu eru Frakkland, Svíþjóð og Tékkland. Einnig er Ísland í riðli með Egyptum og Alsír. Fréttablaðið skoðar þá menn sem skara fram úr í liðum andstæðinga Íslands.Nikola Karabatic - Frakkland 30 ára 1,96 m 102 kg 234 landsleikir - 964 mörk Karabatic er sá sem öllu stýrir í franska landsliðinu. Hann stendur vaktina í miðri vörn Frakka ásamt bróður sínum Luka, og stjórnar sóknarleiknum af mikilli festu og er snjallari en flestir í að stjórna hraða leiksins. Eftir erfiða tíma í kjölfar veðmálahneykslisins, sem hann var flæktur í, er Karabatic kominn á fulla ferð að nýju og hefur sjaldan eða aldrei verið betri eins og sást á EM í Danmörku fyrir ári, þar sem hann leiddi Frakka til sigurs. Lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2002 og hefur síðan þá verið lykilmaður í sigursælu liði Frakklands.vísir/afpKim Andersson - Svíþjóð 32 ára 1,99 m 103 kg 212 landsleikir - 763 mörk Andersson ákvað að snúa aftur í sænska landsliðið eftir nokkuð langa fjarveru og tekur nú þátt á sínu fyrsta stórmóti síðan Svíar fengu silfur á Ólympíuleikunum í London 2012. Það eru einu verðlaunin sem Andersson hefur unnið með sænska landsliðinu á stórmóti fyrir utan gull á HM 2003 þegar Olsson, Wislander og félagar voru enn í fullu fjöri. Þessi öfluga örvhenta skytta, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá KIF Kolding, þarf taka að sér leiðtogahlutverk í sænska liðinu, sem varð fyrir miklu áfalli þegar Kim Ekdahl Du Rietz lagði landsliðsskóna á hilluna, aðeins 25 ára gamall.vísir/afpFilip Jícha - Tékkland 32 ára 2,01 m 105 kg 148 landsleikir - 816 mörk Jícha hefur verið einn besti leikmaður heims á undanförnum árum. Þessi 32 ára gamla rétthenta skytta hefur verið lykilmaður hjá Kiel síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2007. Jícha er góður á báðum endum vallarins; er mikill skorari og er auk þess gríðarlega öflugur sem fremsti maður í framliggjandi vörn. Hann hefur sankað að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum, en hann var m.a. valinn besti handboltamaður í heimi árið 2010. Hann hefur hins vegar ekki notið sömu velgengni með tékkneska landsliðinu, en stuðningsmenn Tékka vonast til að breyting verði þar á í Katar.vísir/afpMohamed Bakir - Egyptaland 40 ára 1,95 m 107 kg 350 landsleikir Bakir er einn af fjölmögum reynsluboltum í liði Egyptalands, en hann hefur varið mark landsliðsins lengur en elstu menn muna. Bakir, sem spilar með Sporting í heimalandinu eins og nokkrir félagar hans í landsliðinu, hefur t.a.m. tekið þátt á fernum Ólympíuleikum og var í lykilhlutverki þegar Egyptaland var með gríðarlega öflugt lið um aldamótin. Egypska liðið lenti í 7. sæti á HM á heimavelli 1999 og tveimur árum síðar í Frakklandi endaði liðið í 4. sæti. Ólíklegt verður að teljast að Egyptar nái að endurtaka þann leik, en með Bakir í stuði í markinu gæti liðið komist í 16-liða úrslit.vísir/afpMessaoud Berkous - Alsír 25 ára 1,94 m 96 kg 58 landsleikir 89 mörk Berkous er algjör lykilmaður hjá alsírska liðinu sem hefur undirbúið sig af kappi fyrir HM og stefnir hátt í Katar. Alsír tryggði sér þátttökurétt á HM með því að vinna Afríkukeppnina 2014 á heimavelli, eftir 18 ára bið. Berkous tók við stöðu landsliðsfyrirliða af Hicem Boudrali eftir Afríkukeppnina og þessari öflugu skyttu er ætlað að leiða alsírska liðið upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit í Katar. Berkous spilar með GS Pétroliers í heimalandinu en það kæmi ekki á óvart að hann fengi samning hjá liði í Evrópu eftir góða frammistöðu á HM. HM 2015 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Ísland er í C-riðli á HM með sterkum þjóðum. Sterkustu eru Frakkland, Svíþjóð og Tékkland. Einnig er Ísland í riðli með Egyptum og Alsír. Fréttablaðið skoðar þá menn sem skara fram úr í liðum andstæðinga Íslands.Nikola Karabatic - Frakkland 30 ára 1,96 m 102 kg 234 landsleikir - 964 mörk Karabatic er sá sem öllu stýrir í franska landsliðinu. Hann stendur vaktina í miðri vörn Frakka ásamt bróður sínum Luka, og stjórnar sóknarleiknum af mikilli festu og er snjallari en flestir í að stjórna hraða leiksins. Eftir erfiða tíma í kjölfar veðmálahneykslisins, sem hann var flæktur í, er Karabatic kominn á fulla ferð að nýju og hefur sjaldan eða aldrei verið betri eins og sást á EM í Danmörku fyrir ári, þar sem hann leiddi Frakka til sigurs. Lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2002 og hefur síðan þá verið lykilmaður í sigursælu liði Frakklands.vísir/afpKim Andersson - Svíþjóð 32 ára 1,99 m 103 kg 212 landsleikir - 763 mörk Andersson ákvað að snúa aftur í sænska landsliðið eftir nokkuð langa fjarveru og tekur nú þátt á sínu fyrsta stórmóti síðan Svíar fengu silfur á Ólympíuleikunum í London 2012. Það eru einu verðlaunin sem Andersson hefur unnið með sænska landsliðinu á stórmóti fyrir utan gull á HM 2003 þegar Olsson, Wislander og félagar voru enn í fullu fjöri. Þessi öfluga örvhenta skytta, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá KIF Kolding, þarf taka að sér leiðtogahlutverk í sænska liðinu, sem varð fyrir miklu áfalli þegar Kim Ekdahl Du Rietz lagði landsliðsskóna á hilluna, aðeins 25 ára gamall.vísir/afpFilip Jícha - Tékkland 32 ára 2,01 m 105 kg 148 landsleikir - 816 mörk Jícha hefur verið einn besti leikmaður heims á undanförnum árum. Þessi 32 ára gamla rétthenta skytta hefur verið lykilmaður hjá Kiel síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2007. Jícha er góður á báðum endum vallarins; er mikill skorari og er auk þess gríðarlega öflugur sem fremsti maður í framliggjandi vörn. Hann hefur sankað að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum, en hann var m.a. valinn besti handboltamaður í heimi árið 2010. Hann hefur hins vegar ekki notið sömu velgengni með tékkneska landsliðinu, en stuðningsmenn Tékka vonast til að breyting verði þar á í Katar.vísir/afpMohamed Bakir - Egyptaland 40 ára 1,95 m 107 kg 350 landsleikir Bakir er einn af fjölmögum reynsluboltum í liði Egyptalands, en hann hefur varið mark landsliðsins lengur en elstu menn muna. Bakir, sem spilar með Sporting í heimalandinu eins og nokkrir félagar hans í landsliðinu, hefur t.a.m. tekið þátt á fernum Ólympíuleikum og var í lykilhlutverki þegar Egyptaland var með gríðarlega öflugt lið um aldamótin. Egypska liðið lenti í 7. sæti á HM á heimavelli 1999 og tveimur árum síðar í Frakklandi endaði liðið í 4. sæti. Ólíklegt verður að teljast að Egyptar nái að endurtaka þann leik, en með Bakir í stuði í markinu gæti liðið komist í 16-liða úrslit.vísir/afpMessaoud Berkous - Alsír 25 ára 1,94 m 96 kg 58 landsleikir 89 mörk Berkous er algjör lykilmaður hjá alsírska liðinu sem hefur undirbúið sig af kappi fyrir HM og stefnir hátt í Katar. Alsír tryggði sér þátttökurétt á HM með því að vinna Afríkukeppnina 2014 á heimavelli, eftir 18 ára bið. Berkous tók við stöðu landsliðsfyrirliða af Hicem Boudrali eftir Afríkukeppnina og þessari öflugu skyttu er ætlað að leiða alsírska liðið upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit í Katar. Berkous spilar með GS Pétroliers í heimalandinu en það kæmi ekki á óvart að hann fengi samning hjá liði í Evrópu eftir góða frammistöðu á HM.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira