Refirnir fjórir með reynsluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 07:30 Guðjón Valur, Róbert, Snorri Steinn og Ásgeir Örn eru reynsluboltar. Vísir Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur. HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira