Refirnir fjórir með reynsluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 07:30 Guðjón Valur, Róbert, Snorri Steinn og Ásgeir Örn eru reynsluboltar. Vísir Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur. HM 2015 í Katar Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira