Aron: Getum allt á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 16. janúar 2015 07:00 Aron Pálmarsson fékk smá stríðni frá fyrirliðanum, Guðjóni Val Sigurðssyni, í gær. Vísir/Eva Björk Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira