Snorri Steinn: Það var smá vesen á Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 16. janúar 2015 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska liðsins og stýrir sóknarleiknum eins og hann hefur gert í næstum áratug. Vísir/Eva Björk Það væsir ekki um strákana okkar, frekar en önnur keppnislið, hér í Doha í Katar. Íslenska landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í miðbænum þar sem rúmt er um hvern mann og séð til þess að engan skorti neitt. „Það er stórmunur á því að vera á góðu hóteli og lélegu. Hér er allt til fyrirmyndar og því engin ástæða til að láta utanaðkomandi hluti trufla mann. Við getum bara einbeitt okkur að handboltanum og það er það sem við viljum gera,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær.Fékk grjótharða dýnu Róbert hefur stundum þurft að taka dýnuna úr rúmi sínu á stórmótum og sofa á gólfinu, til að hlífa bakinu. „Það þurfti ekki nú. Ég fékk grjótharða dýnu sem ég er mjög ánægður með.“ Snorri Steinn tók í svipaðan streng og sagði að strákarnir hefðu verið fljótir að aðlagast. „Við höfum nú verið hérna í tvo daga og það var gott að koma aðeins fyrr og sjá öll háhýsin og allt þetta sem gerir Doha sérstaka,“ segir hann og bætir við að ekki sé annað að sjá á íslenska hópnum en að allir séu klárir í slaginn. „Umræðan fyrir síðustu tvö stórmót á undan hefur nánast eingöngu snúist um meiðsli leikmanna en ég á nú í erfiðleikum með að tína til einhver smávægileg meiðsli hér og þar. Það er nýtt af nálinni,“ segir hann en það eina sem hefur sett strik í undirbúning íslenska liðsins er staða Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. „Það var smá vesen á Aroni,“ segir Snorri og hlær. „En mér sýnist að hann sé kominn í gott stand og var ekki að sjá annað á æfingaleikjunum um helgina. Það er því ekki yfir neinu að kvarta og því gott að geta einbeitt sér alfarið að fyrsta leik keppninnar.“Vitum ekki hvernig liðið stendur Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18.00 í kvöld í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Af liðunum sex í riðlinum komast fjögur áfram í 16-liða úrslitin en niðurröðun liðanna skiptir afar miklu máli til að sleppa við allra bestu lið hins geysisterka D-riðils í 16-liða úrslitunum, þó það sé vitað mál að öll fjögur liðin sem komast úr honum geti veitt Íslandi harða samkeppni.Vilja sjá stíganda í liðinu Snorri segir að strákarnir ætli sér langt, rétt eins og á öllum stórmótum. „Sú tilfinning hverfur aldrei. Við ætlum að byrja á að standa okkur vel í riðlinum og vitum að við þurfum að eiga góðan leik í 16-liða úrslitunum, sama hvaða liði við mætum. En það er alltaf betra að spila vel í riðlinum og sjá að það er stígandi í liðinu,“ segir Snorri. „Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í enda erfitt að meta nákvæmlega hvernig liðið okkar stendur,“ segir Róbert. „Við áttum flottan leik gegn Danmörku og maður sér mikla möguleika í liðinu – enda getum við margt og höfum aukið breiddina.“ Hann segir þó ljóst að það geti brugðið til beggja vona. „Ég vil ekki vera svartsýnn en liðið okkar er þess eðlis. En ef við höldum okkur við það sem fyrir okkur er lagt og það sem við kunnum þá hef ég engar áhyggjur. Oftast erum við sjálfum okkur verstir en ef við höldum einbeitingu og skipulaginu í lagi þá verður þetta flottur dagur á morgun [í dag].“Alvaran loksins að byrja Snorri Steinn segir enn fremur að það sé langur vegur fram undan í löngu móti, þótt það sé mikilvægt að byrja vel. „Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum að því að bæta okkur í hverjum leik. Við erum þó afar vel stemmdir fyrir þennan leik gegn Svíum og þó svo að við séum nú staddir í Katar er tilfinningin sú sama og alltaf fyrir stórmót. Það er bara gott að undirbúningurinn er að baki og að alvaran er loksins að fara að byrja.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Það væsir ekki um strákana okkar, frekar en önnur keppnislið, hér í Doha í Katar. Íslenska landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í miðbænum þar sem rúmt er um hvern mann og séð til þess að engan skorti neitt. „Það er stórmunur á því að vera á góðu hóteli og lélegu. Hér er allt til fyrirmyndar og því engin ástæða til að láta utanaðkomandi hluti trufla mann. Við getum bara einbeitt okkur að handboltanum og það er það sem við viljum gera,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær.Fékk grjótharða dýnu Róbert hefur stundum þurft að taka dýnuna úr rúmi sínu á stórmótum og sofa á gólfinu, til að hlífa bakinu. „Það þurfti ekki nú. Ég fékk grjótharða dýnu sem ég er mjög ánægður með.“ Snorri Steinn tók í svipaðan streng og sagði að strákarnir hefðu verið fljótir að aðlagast. „Við höfum nú verið hérna í tvo daga og það var gott að koma aðeins fyrr og sjá öll háhýsin og allt þetta sem gerir Doha sérstaka,“ segir hann og bætir við að ekki sé annað að sjá á íslenska hópnum en að allir séu klárir í slaginn. „Umræðan fyrir síðustu tvö stórmót á undan hefur nánast eingöngu snúist um meiðsli leikmanna en ég á nú í erfiðleikum með að tína til einhver smávægileg meiðsli hér og þar. Það er nýtt af nálinni,“ segir hann en það eina sem hefur sett strik í undirbúning íslenska liðsins er staða Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. „Það var smá vesen á Aroni,“ segir Snorri og hlær. „En mér sýnist að hann sé kominn í gott stand og var ekki að sjá annað á æfingaleikjunum um helgina. Það er því ekki yfir neinu að kvarta og því gott að geta einbeitt sér alfarið að fyrsta leik keppninnar.“Vitum ekki hvernig liðið stendur Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18.00 í kvöld í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Af liðunum sex í riðlinum komast fjögur áfram í 16-liða úrslitin en niðurröðun liðanna skiptir afar miklu máli til að sleppa við allra bestu lið hins geysisterka D-riðils í 16-liða úrslitunum, þó það sé vitað mál að öll fjögur liðin sem komast úr honum geti veitt Íslandi harða samkeppni.Vilja sjá stíganda í liðinu Snorri segir að strákarnir ætli sér langt, rétt eins og á öllum stórmótum. „Sú tilfinning hverfur aldrei. Við ætlum að byrja á að standa okkur vel í riðlinum og vitum að við þurfum að eiga góðan leik í 16-liða úrslitunum, sama hvaða liði við mætum. En það er alltaf betra að spila vel í riðlinum og sjá að það er stígandi í liðinu,“ segir Snorri. „Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í enda erfitt að meta nákvæmlega hvernig liðið okkar stendur,“ segir Róbert. „Við áttum flottan leik gegn Danmörku og maður sér mikla möguleika í liðinu – enda getum við margt og höfum aukið breiddina.“ Hann segir þó ljóst að það geti brugðið til beggja vona. „Ég vil ekki vera svartsýnn en liðið okkar er þess eðlis. En ef við höldum okkur við það sem fyrir okkur er lagt og það sem við kunnum þá hef ég engar áhyggjur. Oftast erum við sjálfum okkur verstir en ef við höldum einbeitingu og skipulaginu í lagi þá verður þetta flottur dagur á morgun [í dag].“Alvaran loksins að byrja Snorri Steinn segir enn fremur að það sé langur vegur fram undan í löngu móti, þótt það sé mikilvægt að byrja vel. „Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum að því að bæta okkur í hverjum leik. Við erum þó afar vel stemmdir fyrir þennan leik gegn Svíum og þó svo að við séum nú staddir í Katar er tilfinningin sú sama og alltaf fyrir stórmót. Það er bara gott að undirbúningurinn er að baki og að alvaran er loksins að fara að byrja.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira