Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2015 08:45 Skipverjar af Vædderen bera lík eins sjómannanna í land í Færeyjum. DV/Eðvarð T. Jónsson „Það skiptir okkur öll miklu máli að sannleikurinn komi loks í ljós, bæði fyrir þá sem komust lífs af og einnig aðstandendur þeirra sem komu að slysinu á einn eða annan hátt, sem hafa ekki enn fengið að vita hvað nákvæmlega gerðist,“ segir Stefán Karl Stefánsson, en faðir hans, Stefán Björgvinsson, vann að lestun Suðurlands áður en skipið lagði í hinstu ferð sína, á aðfangadag jóla árið 1986.Stefán Karl Stefánsson.Fréttablaðið greindi frá því síðastliðinn miðvikudag að líklega gætu gögn breska flotans varpað ljósi á hvað átti sér stað þegar Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi. Vitað er af ferðum breskra kafbáta á svæðinu.Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Orsakir slyssins og þess að Suðurlandið fórst þessa nótt eru um margt óljósar. Skýrsla sjóslysanefndar gefur til kynna að frágangi á farmi skipsins hafi verið ábótavant og við það að skipið fékk á sig brotsjó hafi farmurinn brotnað og valdið þessu slysi. Aðrir vilja meina að breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og valdið slysinu. Engar upplýsingar hafa fengist frá breska hernum sem varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist. „Bresk yfirvöld hafa ekki opnað bækur sínar um kafbátaferðir á þessum slóðun og hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá rússneskum yfirvöldum varðandi þetta mál, allan þennan tíma,“ segir Óttar Sveinsson, blaðamaður, sem hefur rannsakað sjóslysið í langan tíma.Heimkoma Skipbrotsmenn af Suðurlandinu koma til Reykjavíkur frá Færeyjum árið 1986. Mynd/GVA „Man vel eftir því þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima“ Stefán Karl telur þó ólíklegt að Bretar opni bækur sínar að fullu til þess að málið upplýsist. „Ég vil ekki búa til einhverjar vonir um að gögn fáist frá breska flotanum. Við vitum hins vegar að kafbátur breska flotans var þarna undir Suðurlandinu umrætt kvöld. Ef við fáum úr því skorið að Bretar hafi verið þarna og ekkert aðhafst til að bjarga sjómönnum úr ísköldu Atlantshafinu er það nægilegt tilefni til alvarlegrar milliríkjadeilu,“ segir Stefán Karl. Hann segir að skipsskaði Suðurlandsins hafi alla tíð verið föður sínum ofarlega í huga. „Við ræddum þetta mál síðast aðeins örfáum dögum áður en hann lést árið 2012. Þetta tók mjög á hann og ég man mætavel eftir jólunum 1986 þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima.“Sigurður Hlöðversson.„Skiptir máli fyrir þá sem komu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós“ Sigurður Hlöðversson missti föður sinn, Hlöðver Einarsson, þegar skipið sökk. Hlöðver var 41 árs gamall Hann segir það vera mikilvægt að geta lokað málinu með því að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvers vegna skipið fórst. „Fyrir mig persónulega skiptir það að sjálfsögðu máli hvað þarna gerðist en ég hef ekki verið að velta mér mikið upp úr því hvað gerðist, á öllum þessum árum, hvort pabbi minn dó í vonskuveðri, hvernig skipið var hlaðið eða vegna hernaðarbrölts undir skipinu. Það færir mér hann ekki til baka en ég vil fá endalok í málið,“ segir Sigurður. Sigurður bendir einnig á að óvissan sé ónotaleg. „Þetta mál hefur dúkkað upp reglulega í gegnum árin í fjölmiðlum og það getur verið tilfinningalega óþægilegt að vera sífellt að lesa um það. Hins vegar tel ég það skipta mjög miklu máli fyrir alla og ekki síst þá sem komust lífs af og þá sem unnu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós.“ Þann 3. janúar 1987 hófust sjópróf hjá bæjarfógeta í Hafnarirði vegna slyssins er Suðurland fórst 290 sjómíluar austnorðaustur af Langanesi á jólanótt árið 1986Mynd/GVA Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum. 14. júní 2014 00:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það skiptir okkur öll miklu máli að sannleikurinn komi loks í ljós, bæði fyrir þá sem komust lífs af og einnig aðstandendur þeirra sem komu að slysinu á einn eða annan hátt, sem hafa ekki enn fengið að vita hvað nákvæmlega gerðist,“ segir Stefán Karl Stefánsson, en faðir hans, Stefán Björgvinsson, vann að lestun Suðurlands áður en skipið lagði í hinstu ferð sína, á aðfangadag jóla árið 1986.Stefán Karl Stefánsson.Fréttablaðið greindi frá því síðastliðinn miðvikudag að líklega gætu gögn breska flotans varpað ljósi á hvað átti sér stað þegar Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi. Vitað er af ferðum breskra kafbáta á svæðinu.Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Orsakir slyssins og þess að Suðurlandið fórst þessa nótt eru um margt óljósar. Skýrsla sjóslysanefndar gefur til kynna að frágangi á farmi skipsins hafi verið ábótavant og við það að skipið fékk á sig brotsjó hafi farmurinn brotnað og valdið þessu slysi. Aðrir vilja meina að breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og valdið slysinu. Engar upplýsingar hafa fengist frá breska hernum sem varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist. „Bresk yfirvöld hafa ekki opnað bækur sínar um kafbátaferðir á þessum slóðun og hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá rússneskum yfirvöldum varðandi þetta mál, allan þennan tíma,“ segir Óttar Sveinsson, blaðamaður, sem hefur rannsakað sjóslysið í langan tíma.Heimkoma Skipbrotsmenn af Suðurlandinu koma til Reykjavíkur frá Færeyjum árið 1986. Mynd/GVA „Man vel eftir því þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima“ Stefán Karl telur þó ólíklegt að Bretar opni bækur sínar að fullu til þess að málið upplýsist. „Ég vil ekki búa til einhverjar vonir um að gögn fáist frá breska flotanum. Við vitum hins vegar að kafbátur breska flotans var þarna undir Suðurlandinu umrætt kvöld. Ef við fáum úr því skorið að Bretar hafi verið þarna og ekkert aðhafst til að bjarga sjómönnum úr ísköldu Atlantshafinu er það nægilegt tilefni til alvarlegrar milliríkjadeilu,“ segir Stefán Karl. Hann segir að skipsskaði Suðurlandsins hafi alla tíð verið föður sínum ofarlega í huga. „Við ræddum þetta mál síðast aðeins örfáum dögum áður en hann lést árið 2012. Þetta tók mjög á hann og ég man mætavel eftir jólunum 1986 þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima.“Sigurður Hlöðversson.„Skiptir máli fyrir þá sem komu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós“ Sigurður Hlöðversson missti föður sinn, Hlöðver Einarsson, þegar skipið sökk. Hlöðver var 41 árs gamall Hann segir það vera mikilvægt að geta lokað málinu með því að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvers vegna skipið fórst. „Fyrir mig persónulega skiptir það að sjálfsögðu máli hvað þarna gerðist en ég hef ekki verið að velta mér mikið upp úr því hvað gerðist, á öllum þessum árum, hvort pabbi minn dó í vonskuveðri, hvernig skipið var hlaðið eða vegna hernaðarbrölts undir skipinu. Það færir mér hann ekki til baka en ég vil fá endalok í málið,“ segir Sigurður. Sigurður bendir einnig á að óvissan sé ónotaleg. „Þetta mál hefur dúkkað upp reglulega í gegnum árin í fjölmiðlum og það getur verið tilfinningalega óþægilegt að vera sífellt að lesa um það. Hins vegar tel ég það skipta mjög miklu máli fyrir alla og ekki síst þá sem komust lífs af og þá sem unnu að hleðslu skipsins að hið rétta komi í ljós.“ Þann 3. janúar 1987 hófust sjópróf hjá bæjarfógeta í Hafnarirði vegna slyssins er Suðurland fórst 290 sjómíluar austnorðaustur af Langanesi á jólanótt árið 1986Mynd/GVA
Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum. 14. júní 2014 00:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00
Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum. 14. júní 2014 00:01