„Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. janúar 2015 08:00 Jóhann Jóhannsson flytur þakkarræðu á Golden Globe. Vísir/Getty „Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“ Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fleiri fréttir Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Sjá meira
„Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“
Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fleiri fréttir Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Sjá meira
Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30
Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59
Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30
Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15