Tónlist

Níu hljómsveitir á Saga Fest

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Fufanu spilar á Saga Fest í vor.
Hljómsveitin Fufanu spilar á Saga Fest í vor. Vísir/Ernir
Staðfest hefur verið hvaða hljómsveitir munu spila á tónlistarhátíðinni Saga Fest sem verður haldin 23.-24. maí í landi sveitabæjarins Stokkseyrarsels.

Sveitirnar eru For a Minor Reflection, Kira Kira, Fufanu, Vio, Soffía Björg, Kippi Kaninus, UniJon, Hugar og Art is Dead.

Scott Shigeoka er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, þar sem mikið er lagt upp úr tengslum við náttúruna og umhverfið. „Fyrir utan tónleikana verða opnar vinnustofur þar sem meðal annars verður hægt að gera sitt eigið umhverfisvæna hjólabretti, læra pestógerð úr jurtum af svæðinu, fara á sögustund við varðeld, stunda garðyrkju og fleira með áherslu á sjálfbærni,“ segir Scott.

Scott Shigeoka er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
Hátíðin verður haldin í samstarfi við Landvernd og verða opnir skipulagsfundir haldnir fyrir hátíðina. „Það er öllum boðið að koma á fundina með sína sýn á hátíðina og hjálpa til. Markmiðið er að hvetja fólk til að fara út fyrir kassann og lifa lífinu í sátt við náttúruna,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.