Sýning til heiðurs rapparanum sáluga Tupac Shakur opnuð á Grammy-safninu í Los Angeles 15. febrúar næstkomandi. Á sýningunni verða ýmsir gripir úr eigu kappans, þar á meðal föt, kassettur og handskrifuð blöð.
„Það er heiður fyrir okkur að vera fyrsta safnið sem gerir grein fyrir arfleið Tupacs og setur frábæran feril hans í samhengi,“ sagði Robert Santelli, framkvæmdastjóri safnsins.
Móðir rapparans, Afeni Shakur, lét safnið fá marga af mununum sem þar verða sýndir: „Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að Bob Santelli og Grammy-safnið hafa ákveðið að heiðra son minn með sýningu á verkum hans,“ sagði hún.
Tupac Shakur var skotinn til bana árið 1996.
Í áður óbirtu viðtali, sem var tekið við rapparann í tengslum við leik hans í kvikmyndinni Gang Related, rúmum tveimur vikum fyrir dauða hans, sagðist hann vera í „miðju stríði“. Átján dögum síðar var hann myrtur í Las Vegas, aðeins 25 ára gamall.
