Lífið

Þungarokkari með 666 vini á Facebook

Freyr Bjarnason skrifar
Sigurður Sverrisson Heldur lítið upp á kölska en virðir rétt fólks til allra trúarbragða án frekara bakgrunnstékks.
Sigurður Sverrisson Heldur lítið upp á kölska en virðir rétt fólks til allra trúarbragða án frekara bakgrunnstékks.
Sigurður Sverrisson, þungarokkari og almannatengill, hefur í tvö ár verið með 666 vini á Facebook.

„Allir sem eru á Facebook átta sig á því að áður en þú veist af ertu kominn með þúsund „vini“ en átt í raun aðeins samskipti við lítið brot þeirra,“ segir Sigurður aðspurður.

„Ég fór því kerfisbundið að fækka í þessum hópi og veitti því athygli eitt sinn að vinirnir voru nákvæmlega 666 talsins. Mér fannst það skemmtileg tilviljun, meðal annars með skírskotun í lagið Number Of The Beast með Iron Maiden en sú sveit er í miklum metum hjá mér,“ segir hann hress en bætir við að hann haldi lítið upp á kölska sjálfan. „En ég virði rétt fólks til allra trúarbragða án frekara bakgrunnstékks.“

Eftir að vinur Sigurðar á Facebook vakti athygli á vinafjöldanum einsetti hann sér að halda honum í tölunni 666. „Þetta er reyndar ágætis aðhald og heldur vinafjöldanum í skefjum. Þegar einhver sendir mér vinabeiðni met ég hvort ég komi til með eiga einhver samskipti við viðkomandi. Ef ég met það svo samþykki ég beiðnina en fer síðan rakleitt í að finna einhvern sem ég hendi út í staðinn,“ segir hann.

„En ef einhverjum hefur sárnað við að detta úr hópi 666 get ég fullvissað hann um að þetta er engin tilviljun. Treg muðár ðem tlla re atteþ.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×