Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Skuld Björgvins við hreppinn er nálægt hálfri milljón. vísir/daníel Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
„Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45