Tónlist

Take That á Brit-hátíðinni

Take That spilar í fyrsta sinn sem tríó á Brit-hátíðinni.
Take That spilar í fyrsta sinn sem tríó á Brit-hátíðinni. Vísir/Getty
Take That mun koma fram á Brit-verðlaunahátíðinni í O2-höllinni í London í næsta mánuði.

Þetta verður í fyrsta sinn sem strákarnir stíga á svið á Brit-hátíðinni sem tríó en Jason Orange sagði skilið við Take That á síðasta ári.

Í þau fimm skipti sem þeir hafa troðið upp á Brit-hátíðinni hafa þeir alltaf vakið athygli. Árið 2009 stóðu þeir um borð í geimskipi og 2011 mættu þeir með óeirðalögregluna með sér.

„Við vitum hvað það er stórt mál að spila á Brit-hátíðinni og þess vegna erum við að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir þessa stund,“ sagði Gary Barlow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×