Erlent

Abe heitir því að frelsa gíslana

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Íbúar í Tókíó fylgjast með fréttum af gíslatökunni á stórum útiskjá.
Íbúar í Tókíó fylgjast með fréttum af gíslatökunni á stórum útiskjá. nordicphotos/AFP
Forsætisráðherra Japans segist staðráðinn í að frelsa japönsku gíslana tvo sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa hótað að drepa, fái þeir ekki jafnvirði rúmlega 26 milljarða króna í lausnargjald.

„Líf þeirra er í algjörum forgangi,“ sagði Shinzo Abe forsætisráðherra, sem undanfarna daga hefur verið á ferð í Mið-Austurlöndum. Áður höfðu japönsk stjórnvöld neitað að greiða lausnargjaldið, en í gær vildi hvorki Abe né aðrir forystumenn japanskra stjórnmála segja hvort nú komi til greina að verða við kröfu hryðjuverkamannanna.

Gíslarnir tveir heita Kenji Goto og Haruna Yukawa. Goto er óháður fréttamaður sem hélt til Sýrlands á síðasta ári til að segja fréttir frá átökunum þar. Yukowa er hins vegar mikill áhugamaður um vopn og stríðsátök, og sagður reka „hernaðarfyrirtæki“. Hann hefur undanfarið verið í Írak og Sýrlandi, að því er virðist til þess að komast í samband við hryðjuverkamennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×