Menning

Ljóð á hinum ólíklegustu stöðum í Kópavogi næstu daga

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kópavogsskáldið Jón úr Vör prýðir Hamraborgina.
Kópavogsskáldið Jón úr Vör prýðir Hamraborgina.
Dagar ljóðsins hófust í gær í Kópavogi og standa til 25. janúar. Við setningu þeirra í Salnum var tilkynnt að enginn hlyti Ljóðstaf Jóns úr Vör að þessu sinni, þar sem ekkert 180 innsendra ljóða uppfyllti gæðakröfur.

Þetta er í annað sinn í fjórtán ára sögu ljóðasamkeppninnar sem dómnefnd ákveður að ekkert innsendra ljóða hljóti fyrstu verðlaun.

Hins vegar var úthlutað verðlaunum í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og var Unnur Hlíf Reynisdóttir, nemandi Vatnsendaskóla, þar hlutskörpust fyrir tvö ljóð.

Vegfarendur mega eiga von á að rekast á ljóð á hinum ólíklegustu stöðum í Kópavogi næstu daga, í sundi og strætó, á vefsíðum og við verslunarkjarna.

Ljóð fást gefins í Bókasafni Kópavogs og víða um bæ poppar ljóðalestur upp.

Höfundur vikunnar á Bókasafni Kópavogs er Gerður Kristný skáld. Gestum safnsins býðst að spreyta sig á að blanda saman þekktum ljóðlínum á ljóðavegg og mynda þar með sitt eigið ljóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.