Handbolti

Verða að vinna Egypta eða treysta á Alsír

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/Eva Björk
Möguleikar Íslands í að komast áfram í 16-liða úrslit HM í handbolta liggja í tveimur þáttum. Annaðhvort að vinna Egyptaland í dag eða treysta á að strákarnir nái betri úrslitum í sínum leik en Tékkar gera gegn Alsír.

Alsíringar virðast vera með langlakasta lið riðilsins í Doha og teljast því ólíklegir til afreka gegn Tékklandi sem eru að spila upp á líf og dauða í dag.

Strákarnir þurfa því allra helst að vinna lið Egyptaland sem hefur bæði spilað vel gegn sterkum liðum í mótinu til þessa og fær þar að auki gríðarlega góðan stuðning fjölmargra landa sinna í stúkunni. Viðbúið er að lætin í Al Sadd-höllinni verði mikil í kvöld.

Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi og mætir þá að öllum líkindum annaðhvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitum. Dönum dugir jafntefli í leik liðanna í kvöld til að tryggja sér annað sæti síns riðils.



Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×