Tónlist

Vel nærðir á Eurosonic

Freyr Bjarnason skrifar
Hljómsveitin Fufanu var í stuði á Eurosonic.
Hljómsveitin Fufanu var í stuði á Eurosonic. Vísir/Ernir
Vefsíðan Clash Music hefur birt dóm um tónlistarráðstefnuna og hátíðina Eurosonic í Hollandi þar sem íslensk tónlist var í brennidepli.

Fjallað er um tónleika sex íslenskra flytjenda og fá Vök, Samaris, Júníus Meyvant, Sólstafir og DJ. Flugvél og geimskip öll prýðisgóða dóma fyrir frammistöðu sína.

Blaðamaðurinn heyrði aðeins uppklappslögin hjá Fufanu og hafði þetta að segja: „Þeir líta út fyrir að vera of vel nærðir til að sannfæra okkur nóg um angistar- og beinabera tilvist sína. Gefum þeim nokkra mánuði í Berlín eða London án peninga og þá tekst þeim það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.