Friðrik Ólafsson 80 ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 08:30 Friðrik Ólafsson vísir/gva Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“ Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fleiri fréttir Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“
Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fleiri fréttir Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Sjá meira