Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 07:00 Íslenska þjálfarateymið á hliðarlínunni í gær. Vísir/Eva Björk Ísland féll í gær úr leik á HM í handbolta eftir öruggan sigur Dana á strákunum okkar í 16-liða úrslitum, 30-25. Frammistaða Íslands náði sjaldan þeim hæðum sem þurfti til að ná langt á þessu móti. Strákarnir töpuðu einfaldlega fyrir betra liði í gær og það viðurkenndu þeir fúslega sjálfir í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn í gær. Danir nýttu sér enn einu sinni slaka byrjun íslenska liðsins í þessu móti og gerðu í raun út um raunhæfan möguleika Íslands á sigri á fyrsta stundarfjórðungnum. Svo slæm var byrjun okkar manna. Fyrir leik sagði Aron Kristjánsson að lykilatriði fyrir Ísland væri að klára sóknirnar almennilega og standa af sér hröð áhlaup danska liðsins. Það gekk engan veginn upp í upphafi leiksins í gær. Strákarnir tóku þvinguð skot sem Niklas Landin átti ekki í erfiðleikum með og lokaði hann hreinlega markinu fyrstu sjö mínútur leiksins. Á þeim tíma komst Danmörk 6-0 yfir og Ísland átti aldrei endurkomuleið.Vantar að höggva á hnútinn Sú var tíðin að Ísland gat nánast bókað sigur í sínum leikjum ef varnarleikur og markvarsla liðsins var nógu góð til að halda andstæðingnum undir 30 mörkum. Sóknin sá svo um rest. En þetta vopn íslenska liðsins virðist vera minningin ein í dag. „Ég hef áhyggjur af skotógnuninni utan af velli,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn í gær. „Öll bestu liðin í keppninni eru með leikmenn sem höggva á hnúta með langskotum. Það dregur varnirnar fram, hægt er að vinna betur með línumanni og allir fá meira pláss,“ sagði Aron. „Okkur tókst að skora 28 mörk gegn framliggjandi vörn Egyptalands en í dag spiluðum við gegn danskri 6-0 vörn sem er með sterkan markvörð þar að auki. Það var erfitt.“ Eins og Aron bendir á virtist sóknarleikurinn einungis í lagi gegn Egyptalandi en heilt yfir var hann vandamál í þessu móti – því varnarleikurinn var oftast í lagi og frammistaða Björgvins Páls Gústavssonar í mótinu var mun betri en margir þorðu að vona fyrirfram.Frekari kynslóðaskipti í vændum Aron hrósaði leikmönnum fyrir baráttu og dugnað, ekki síst við erfiðar aðstæður gegn Egyptalandi þar sem liðið var nýbúið að missa Aron Pálmarsson úr hópnum. En hann segir að liðið hafi mætt ofjarli sínum í gær. Margir lykilmenn Íslands voru á löngum köflum ólíkir sjálfum sér og aðspurður um framtíð íslenska liðsins segir hann ljóst að ákveðnar breytingar séu í vændum. „Við höfum verið á mörkum kynslóðaskipta en ákváðum að gefa þessum hópi leikmanna sem er hér tækifæri til að kalla fram toppframmistöðu á stórmóti. En það þarf að huga að þessum skiptum og taka í réttum skrefum. Nú förum við heim, skoðum þetta mót vandlega og metum næstu skref,“ sagði Aron. Næsta verkefni er að koma Íslandi á EM 2016 og Aron segir að það sé gríðarlega mikilvægt. „Tíminn er ótrúlega knappur og við fáum fáar æfingar fyrir hvern leik. Það er því ekki hægt að gera margar breytingar strax en kannski einhverjar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að allir séu heilir heilsu og reiðubúnir að takast á við þá áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum,“ segir hann. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri: Mótið er vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari. 26. janúar 2015 21:12 Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. 26. janúar 2015 21:01 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 26. janúar 2015 20:47 Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn. 26. janúar 2015 20:56 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland féll í gær úr leik á HM í handbolta eftir öruggan sigur Dana á strákunum okkar í 16-liða úrslitum, 30-25. Frammistaða Íslands náði sjaldan þeim hæðum sem þurfti til að ná langt á þessu móti. Strákarnir töpuðu einfaldlega fyrir betra liði í gær og það viðurkenndu þeir fúslega sjálfir í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn í gær. Danir nýttu sér enn einu sinni slaka byrjun íslenska liðsins í þessu móti og gerðu í raun út um raunhæfan möguleika Íslands á sigri á fyrsta stundarfjórðungnum. Svo slæm var byrjun okkar manna. Fyrir leik sagði Aron Kristjánsson að lykilatriði fyrir Ísland væri að klára sóknirnar almennilega og standa af sér hröð áhlaup danska liðsins. Það gekk engan veginn upp í upphafi leiksins í gær. Strákarnir tóku þvinguð skot sem Niklas Landin átti ekki í erfiðleikum með og lokaði hann hreinlega markinu fyrstu sjö mínútur leiksins. Á þeim tíma komst Danmörk 6-0 yfir og Ísland átti aldrei endurkomuleið.Vantar að höggva á hnútinn Sú var tíðin að Ísland gat nánast bókað sigur í sínum leikjum ef varnarleikur og markvarsla liðsins var nógu góð til að halda andstæðingnum undir 30 mörkum. Sóknin sá svo um rest. En þetta vopn íslenska liðsins virðist vera minningin ein í dag. „Ég hef áhyggjur af skotógnuninni utan af velli,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn í gær. „Öll bestu liðin í keppninni eru með leikmenn sem höggva á hnúta með langskotum. Það dregur varnirnar fram, hægt er að vinna betur með línumanni og allir fá meira pláss,“ sagði Aron. „Okkur tókst að skora 28 mörk gegn framliggjandi vörn Egyptalands en í dag spiluðum við gegn danskri 6-0 vörn sem er með sterkan markvörð þar að auki. Það var erfitt.“ Eins og Aron bendir á virtist sóknarleikurinn einungis í lagi gegn Egyptalandi en heilt yfir var hann vandamál í þessu móti – því varnarleikurinn var oftast í lagi og frammistaða Björgvins Páls Gústavssonar í mótinu var mun betri en margir þorðu að vona fyrirfram.Frekari kynslóðaskipti í vændum Aron hrósaði leikmönnum fyrir baráttu og dugnað, ekki síst við erfiðar aðstæður gegn Egyptalandi þar sem liðið var nýbúið að missa Aron Pálmarsson úr hópnum. En hann segir að liðið hafi mætt ofjarli sínum í gær. Margir lykilmenn Íslands voru á löngum köflum ólíkir sjálfum sér og aðspurður um framtíð íslenska liðsins segir hann ljóst að ákveðnar breytingar séu í vændum. „Við höfum verið á mörkum kynslóðaskipta en ákváðum að gefa þessum hópi leikmanna sem er hér tækifæri til að kalla fram toppframmistöðu á stórmóti. En það þarf að huga að þessum skiptum og taka í réttum skrefum. Nú förum við heim, skoðum þetta mót vandlega og metum næstu skref,“ sagði Aron. Næsta verkefni er að koma Íslandi á EM 2016 og Aron segir að það sé gríðarlega mikilvægt. „Tíminn er ótrúlega knappur og við fáum fáar æfingar fyrir hvern leik. Það er því ekki hægt að gera margar breytingar strax en kannski einhverjar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að allir séu heilir heilsu og reiðubúnir að takast á við þá áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum,“ segir hann.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri: Mótið er vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari. 26. janúar 2015 21:12 Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. 26. janúar 2015 21:01 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 26. janúar 2015 20:47 Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn. 26. janúar 2015 20:56 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Snorri: Mótið er vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari. 26. janúar 2015 21:12
Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. 26. janúar 2015 21:01
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 26. janúar 2015 20:47
Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn. 26. janúar 2015 20:56