Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi sveinn arnarsson skrifar 27. janúar 2015 07:00 Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ríkið hafa gefið tóninn í kjaraviðræðum með samningum sínum, svo sem við kennara og lækna. Fréttablaðið/Valli Mikið ber í milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Samningur aðildarfélaga SGS við SA rennur út í lok febrúar. Ljóst er því að samningaviðræður verða erfiðar milli félaganna.Þorsteinn VíglundssonStarfsgreinasambandið afhenti í gær Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Samtök atvinnulífsins telja engan grundvöll til samningaviðræðna á grundvelli þeirra krafna og gagnrýna SGS fyrir að meta ekki áhrif kröfugerðar á verðbólgu og aðra þætti. Samningar félaganna renna út í lok febrúar og ljóst er að mikið ber á milli aðila áður en samningaviðræður hefjast. „Þessar kröfur eru úr öllu samhengi. Menn hafa verið að sjá að svigrúm til hækkana sé um fjögur prósent til að valda ekki verðbólgu. Við höfum lýst vonbrigðum yfir því að sambandið hafi farið fram með þessa óábyrgu kröfu þar sem efnahagslegt mat liggur ekki fyrir. Hækkanir launa upp á 500 milljarða íslenskra króna munu gefa verðbólgu lausan tauminn. Síðustu kjarasamningar báru árangur og eru ótvírætt mesta kaupmáttaraukning sem við höfum séð og við höfum sögulegt tækifæri nú til að byggja ofan á það,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA.Drífa SnædalKröfur Starfsgreinasambandsins miða að því að hækka lægstu laun upp í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og að sérstaklega verði horft til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir. Grundvallaratriði sé að fólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum í stað þess að ganga sér til húðar með yfirvinnu og aukavinnu til að framfleyta sér og sínum. „Við gerðum ekki ráð fyrir að kröfugerðinni yrði tekið með húrrahópum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. „Viðbrögð SA vekja okkur síður en svo bjartsýni en nú fer þetta í ferli og við förum að ræða saman. Allt okkar fólk er tilbúið í átök.“ Drífa telur hið opinbera hafa vissulega sett ákveðið fordæmi sem það verði að standa við. „Ríkið hefur gefið tóninn og ekkert launungarmál að við lítum til þess sem var gert fyrir háskólamenntaða starfsmenn, bæði menntaskólakennara og lækna til dæmis. Þessi kröfugerð er unnin af okkar félagsmönnum í lýðræðislegu ferli og okkur ber að koma á framfæri kröfum þeirra.“ Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Mikið ber í milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Samningur aðildarfélaga SGS við SA rennur út í lok febrúar. Ljóst er því að samningaviðræður verða erfiðar milli félaganna.Þorsteinn VíglundssonStarfsgreinasambandið afhenti í gær Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Samtök atvinnulífsins telja engan grundvöll til samningaviðræðna á grundvelli þeirra krafna og gagnrýna SGS fyrir að meta ekki áhrif kröfugerðar á verðbólgu og aðra þætti. Samningar félaganna renna út í lok febrúar og ljóst er að mikið ber á milli aðila áður en samningaviðræður hefjast. „Þessar kröfur eru úr öllu samhengi. Menn hafa verið að sjá að svigrúm til hækkana sé um fjögur prósent til að valda ekki verðbólgu. Við höfum lýst vonbrigðum yfir því að sambandið hafi farið fram með þessa óábyrgu kröfu þar sem efnahagslegt mat liggur ekki fyrir. Hækkanir launa upp á 500 milljarða íslenskra króna munu gefa verðbólgu lausan tauminn. Síðustu kjarasamningar báru árangur og eru ótvírætt mesta kaupmáttaraukning sem við höfum séð og við höfum sögulegt tækifæri nú til að byggja ofan á það,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA.Drífa SnædalKröfur Starfsgreinasambandsins miða að því að hækka lægstu laun upp í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og að sérstaklega verði horft til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir. Grundvallaratriði sé að fólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum í stað þess að ganga sér til húðar með yfirvinnu og aukavinnu til að framfleyta sér og sínum. „Við gerðum ekki ráð fyrir að kröfugerðinni yrði tekið með húrrahópum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. „Viðbrögð SA vekja okkur síður en svo bjartsýni en nú fer þetta í ferli og við förum að ræða saman. Allt okkar fólk er tilbúið í átök.“ Drífa telur hið opinbera hafa vissulega sett ákveðið fordæmi sem það verði að standa við. „Ríkið hefur gefið tóninn og ekkert launungarmál að við lítum til þess sem var gert fyrir háskólamenntaða starfsmenn, bæði menntaskólakennara og lækna til dæmis. Þessi kröfugerð er unnin af okkar félagsmönnum í lýðræðislegu ferli og okkur ber að koma á framfæri kröfum þeirra.“
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira