Tónlist

Muse sendir frá sér Drones

Freyr Bjarnason skrifar
Matt Bellamy, söngvari Muse, á tónleikum í Róm sumarið 2013.
Matt Bellamy, söngvari Muse, á tónleikum í Róm sumarið 2013. Mynd/Hans Peter Van Velthoven
Svo virðist sem sjöunda plata ensku hljómsveitarinnar Muse muni heita Drones.

Í myndbandsbroti sem hljómsveitin sendi frá sér á Instagram og var tekið upp í hljóðveri kemur titillinn við sögu.

Platan er væntanleg einhvern tíma á þessu ári en sú síðasta, The 2nd Law, kom út fyrir þremur árum.

„Ég hef sterka tilfinningu fyrir því að á næstu plötu munum við skera niður þá aukahluti sem við höfum gert tilraunir með á síðustu tveimur plötum. Hluti eins og elektróník og strengjahljóðfæri,“ sagði söngvarinn Matt Bellamy.

Hægt er að sjá fleiri myndir og myndskeið af upptökuferli Muse á Instagram-síðu sveitarinnar.

Um vídeo publicado por @muse em






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.