Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2015 08:00 Óli H. Þórðarson sem vann greiningu á banaslysum í umferðinni segist hafa komist í náið samband við aðstandendur þeirra sem létust. Vísir/GVA „Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
„Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent