Vilja senda Múllah Krekar í einangrun guðsteinn bjarnason skrifar 30. janúar 2015 07:00 Krekar kraup til bænahalds í kuldanum á sunnudaginn var, nýkominn úr fangelsi í Kongsvinger, skammt frá Ósló. fréttablaðið/AP Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira