HM er eins og bikarkeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, í leiknum á móti Spáni í fyrrakvöld þar sem danska landsliðið þurfti að sætta sig við eins marks tap. Fréttablaðið/Eva Björk Danska þjóðin er í sárum eftir að handboltalandslið Dana tapaði fyrir Spánverjum í 8-liða úrslitum HM í handbolta hér í Katar. Guðmundur Guðmundsson fékk sinn fyrsta stóra skell sem landsliðsþjálfari Dana og hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi verið þungur. „Þetta reynir á og sýnir hversu grimmar íþróttirnar geta verið,“ segir Guðmundur. Spánn vann umræddan leik á sigurmarki Joan Canellas á lokasekúndu leiksins. Guðmundur var eins og aðrir í danska liðinu steinrunninn á hliðarlínunni og trúði vart eigin augum. Draumurinn um heimsmeistaratitilinn var farinn á augabragði. „Sigurinn gat fallið hvoru megin sem var. Þetta var bara þannig leikur,“ segir Guðmundur enn fremur.Úr leik þrátt fyrir eitt tap Í síðustu heimsmeistarakeppni, þar sem Spánverjar urðu heimsmeistarar á heimavelli, var nýtt fyrirkomulag tekið upp. Milliriðlar voru felldir út og í staðinn tóku 16-liða úrslit við af hefðbundinni ríðlakeppni. Guðmundur er gagnrýninn á þetta nýja fyrirkomulag. „HM er í raun orðið eins og bikarkeppni. Það þykir mér afar sérstakt,“ segir Guðmundur. Danir höfnuðu í öðru sæti síns riðils - unnu Pólland, Rússland og Sádí Arabíu en gerðu jafntefli við Argentínu og Þjóðverja. Það var sérstaklega jafnteflið gegn Argentínu í fyrsta leik sem sat í Dönum en Guðmundur segir að úrslit þess leiks engu máli skipta í dag. „Ef við hefðum unnið þann leik en hefðu Þjóðverjar alltaf getað lagað markatöluna sína eins og þeir þurftu því þeir áttu Sádí-Arabíu í síðasta leik,“ segir þjálfarinn. „Við spiluðum hörkuleiki í riðlinum, unnum svo Ísland í 16-liða úrslitum og svo kom þetta tap. Og við erum úr leik þrátt fyrir að hafa tapað bara einum leik alla keppnina.“ Áður en núverandi fyrirkomulag var tekið upp var haldin milliriðlakeppni í stað 16- og 8-liða úrslita. Efstu tvö liðin úr hvorum millriðli fóru svo áfram í undanúrslit og hugnast Guðmundi það mun betur. „Við erum á HM til að finna besta leið heims. Með útsláttarkeppni geta óvæntir hlutir gerst og mér þætti þá eðlilegra að spila milliriðla. Þannig hafa liðin svigrúm til að gera ein mistök og nánast pottþétt að fjögur bestu liðin fari í undanúrslit,“ segir hann. „Nú er getur þetta ráðist á tilviljun - hver hittir á það á síðustu sekúndunum eða ekki.“Kvarta ekki undan blaðamönnum Guðmundur segir að hann hafi lært margt á þeim tíma sem hann hefur verið í starfinu, þó svo að hann hafi verið skammur. „Ég hef ekki fengið marga daga með liðinu. Ég er að gera ákveðnar breytingar á bæði sókn og vörn liðsins og leikmenn eru að kynnast nýjum þjálfara. Það tekur tíma,“ segir Guðmundur. Þá er gríðarlega mikil umfjöllun um danska liðið og blaðamannafundir þess fjölsetnir. „Það er hluti af mínu starfi að sinna fjölmiðlum og ég kvarta ekki undan því. Ég er glaður með hversu mikinn áhuga liðið fær. Það er gott fyrir danskan handbolta og þess vegna sinni ég glaður þessum hluta starfsins.“ Ulrik Wilbek náði frábærum árangri með danska liðið og var vitað að það hefði verið erfitt fyrir hvern sem er að ætla að feta í hans fótspor. „Ég vissi það vel en ég setti allt slíkt bara til hliðar. Það sem máli skiptir er að ég hef horft upp á mitt lið standa sig vel og spila góðan handbolta. Það er margt jákvætt við leik liðsins og hvernig hann hefur þróast. Ég hef aðeins fundið fyrir miklum stuðningi leikmanna og allra innan danska handboltasambandsins.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Danska þjóðin er í sárum eftir að handboltalandslið Dana tapaði fyrir Spánverjum í 8-liða úrslitum HM í handbolta hér í Katar. Guðmundur Guðmundsson fékk sinn fyrsta stóra skell sem landsliðsþjálfari Dana og hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi verið þungur. „Þetta reynir á og sýnir hversu grimmar íþróttirnar geta verið,“ segir Guðmundur. Spánn vann umræddan leik á sigurmarki Joan Canellas á lokasekúndu leiksins. Guðmundur var eins og aðrir í danska liðinu steinrunninn á hliðarlínunni og trúði vart eigin augum. Draumurinn um heimsmeistaratitilinn var farinn á augabragði. „Sigurinn gat fallið hvoru megin sem var. Þetta var bara þannig leikur,“ segir Guðmundur enn fremur.Úr leik þrátt fyrir eitt tap Í síðustu heimsmeistarakeppni, þar sem Spánverjar urðu heimsmeistarar á heimavelli, var nýtt fyrirkomulag tekið upp. Milliriðlar voru felldir út og í staðinn tóku 16-liða úrslit við af hefðbundinni ríðlakeppni. Guðmundur er gagnrýninn á þetta nýja fyrirkomulag. „HM er í raun orðið eins og bikarkeppni. Það þykir mér afar sérstakt,“ segir Guðmundur. Danir höfnuðu í öðru sæti síns riðils - unnu Pólland, Rússland og Sádí Arabíu en gerðu jafntefli við Argentínu og Þjóðverja. Það var sérstaklega jafnteflið gegn Argentínu í fyrsta leik sem sat í Dönum en Guðmundur segir að úrslit þess leiks engu máli skipta í dag. „Ef við hefðum unnið þann leik en hefðu Þjóðverjar alltaf getað lagað markatöluna sína eins og þeir þurftu því þeir áttu Sádí-Arabíu í síðasta leik,“ segir þjálfarinn. „Við spiluðum hörkuleiki í riðlinum, unnum svo Ísland í 16-liða úrslitum og svo kom þetta tap. Og við erum úr leik þrátt fyrir að hafa tapað bara einum leik alla keppnina.“ Áður en núverandi fyrirkomulag var tekið upp var haldin milliriðlakeppni í stað 16- og 8-liða úrslita. Efstu tvö liðin úr hvorum millriðli fóru svo áfram í undanúrslit og hugnast Guðmundi það mun betur. „Við erum á HM til að finna besta leið heims. Með útsláttarkeppni geta óvæntir hlutir gerst og mér þætti þá eðlilegra að spila milliriðla. Þannig hafa liðin svigrúm til að gera ein mistök og nánast pottþétt að fjögur bestu liðin fari í undanúrslit,“ segir hann. „Nú er getur þetta ráðist á tilviljun - hver hittir á það á síðustu sekúndunum eða ekki.“Kvarta ekki undan blaðamönnum Guðmundur segir að hann hafi lært margt á þeim tíma sem hann hefur verið í starfinu, þó svo að hann hafi verið skammur. „Ég hef ekki fengið marga daga með liðinu. Ég er að gera ákveðnar breytingar á bæði sókn og vörn liðsins og leikmenn eru að kynnast nýjum þjálfara. Það tekur tíma,“ segir Guðmundur. Þá er gríðarlega mikil umfjöllun um danska liðið og blaðamannafundir þess fjölsetnir. „Það er hluti af mínu starfi að sinna fjölmiðlum og ég kvarta ekki undan því. Ég er glaður með hversu mikinn áhuga liðið fær. Það er gott fyrir danskan handbolta og þess vegna sinni ég glaður þessum hluta starfsins.“ Ulrik Wilbek náði frábærum árangri með danska liðið og var vitað að það hefði verið erfitt fyrir hvern sem er að ætla að feta í hans fótspor. „Ég vissi það vel en ég setti allt slíkt bara til hliðar. Það sem máli skiptir er að ég hef horft upp á mitt lið standa sig vel og spila góðan handbolta. Það er margt jákvætt við leik liðsins og hvernig hann hefur þróast. Ég hef aðeins fundið fyrir miklum stuðningi leikmanna og allra innan danska handboltasambandsins.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira