Handbolti

Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbjörg Jóhannsdóttir
Sigurbjörg Jóhannsdóttir Vísir/Pjetur
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið.

„Ég hef enn ekki fengið neitt staðfest. Ég var í uppstökki í gær (fyrradag) og það kom snúningur eða slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig. Þarf svo bara að komast að hjá lækni og í myndatöku til að fá frekari staðfestingu á málunum,“ sagði Sigurbjörg í stuttu samtali við Fréttablaðið.

Sigurbjörg hefur slitið krossband áður en það var á hægra hnénu árið 2009. Sigurbjörg hefur átt frábært tímabil með Fram og var kosin besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum.

Hún hefur skorað 4,8 mörk að meðaltali og gefið ótal stoðsendingar. Það væri því mikið áfall fyrir Framliðið geti Sigurbjörg ekki spilað meira með á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×