Gullið var ekki til sölu á HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 2. febrúar 2015 07:00 Frakkarnir Thierry Omeyer, Nikola og Luka Karabatic og Cedric Sorhaind fagna í gær. Vísir/Getty Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35
Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45
Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14
Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19