Innlent

Fá að virkja í Hornstrandafriðlandi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Læknishúsið. Á sumrin er rekin ferða- og gistiþjónusta í Læknishúsinu á Hesteyri.
Læknishúsið. Á sumrin er rekin ferða- og gistiþjónusta í Læknishúsinu á Hesteyri. Vísir/Stefán
Eigendur Læknishússins á Hesteyri hyggjast virkja ána á staðnum til að knýja allt að 30 kílóvatta rafal.

Hesteyri er í Hornstrandafriðlandi. Hornstrandanefnd, Umhverfisstofnun og nú síðast skipulagsnefnd Ísafjarðar hafa heimilað virkjunarframkvæmdina fyrir sitt leyti. Skipulagsnefndin bendir á að fá þurfi leyfi landeigandans.

„Að mati Umhverfisstofnunar þá kemur framkvæmdin eins og henni er lýst ekki til með að hafa neikvæð áhrif á verndargildi Hornstrandafriðlandsins og að auki er það jákvætt að með framkvæmdinni þá mun jarðefnaeldsneyti verða skipt út fyrir orku framleidda með vatnsafli,“ segir Umhverfisstofnun.

Fram kemur að 300 metra vatnslögn að stöðvarhúsi og 800 metra rafstrengur þaðan að Læknishúsinu verði grafinn í jörð með handafli. Sjálft rafstöðvarhúsið verði hulið grasi og steini og eigi ekki að sjást frá gönguleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×