Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Björgvin Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Frambjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningaloforð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað.Hækka þarf lífeyri um 20 prósent Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyris hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnarflokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar.Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkisstjórnin ætli að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkisstjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðsgreiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðréttingar lífeyrisþega, lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar, kom sjálfvirkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um áramótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bærilegra.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun