Fetti sig og bretti Jónas Sen skrifar 5. febrúar 2015 16:00 „Tinna Þorsteinsdóttir er dugleg að bera á borð tilraunakennda tónlist. Hún á lof skilið fyrir það,“ segir meðal annars í dómnum. Vísir/Stefán Tinna Þorsteinsdóttir lék á píanó og dótapíanó í Norðurljósum í Hörpu á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 1. febrúar. Leikfangapíanó, eða dótapíanó, eru ekki algeng í tónlistarlífinu. Skyldi engan undra, nóturnar í því eru afar fáar. Slíkt hljóðfæri hefur samt sjarmerandi hljóm, ef maður heldur sig við þá möguleika sem það býður upp á. Því miður var ekki svo á tónleikum Tinnu Þorsteinsdóttur á Myrkum músíkdögum á sunnudaginn, nema í undantekningartilvikum. Á sviðinu voru þrjú dótapíanó í mismunandi stærðum auk venjulegs flygils. Fyrst á dagskrá var svokölluð Útvarpssaga eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur. Þar heyrðist þulur úr hátölurum lesa hvað píanóleikarinn átti að gera við dótapíanóið. Það voru ekki raunhæfar leiðbeiningar. Tinna fór langt út fyrir það sem hægt er að gera, spilaði of margar nótur, alltof hratt. Næst var verk eftir sama tónskáld sem var ekki mikið áheyrilegra. Þar voru forritunarskipanir vélritaðar á skjá sem var varpað á tjald fyrir ofan sviðið. Þetta kveikti á ýmsum síendurteknum raftónahendingum úr tölvu. Þær voru frekar aumingjalegar. Inn á milli spilaði píanóleikarinn mismunandi einingar sem hún hafði á nótum fyrir framan sig. Heildarmyndin var einn hrærigrautur af ómstríðum hljómum sem áttu illa saman. Ekki tók betra við. Negative Dynamics II: entangled strata og Theory-Fiction: non-corresponding variance eftir Einar Torfa Einarsson voru verk sem báru virðulega titla. En það var ekkert virðulegt við tónlistina. Hún var skrípaleikur þar sem píanóleikarinn geiflaði sig í framan, fetti sig og bretti og baðaði út öllum öngum. Flest annað á dagskránni var á svipuðum nótum. Best voru verk eftir Hallvarð Ásgeirsson, en þar var loksins einhverja alvöru músík að finna. Þetta voru tvö verk, hið fyrra bar nafnið Miniatures, það seinna Toccata. Miniatures samanstóð af áhugaverðum blæbrigðum og sótti sífellt í sig veðrið. Það var orðið býsna kraftmikið undir það síðasta. Tinna hefði þó mátt spila skýrar, hröðustu tónahlaupin voru fremur loðin. Toccatan var hins vegar fín hjá henni, það var eina tónsmíðin fyrir dótapíanó sem tók mið af möguleikum hljóðfærisins. Hún var snyrtileg og vel fram sett. Þarna var ljós í myrkrinu. Reyndar mátti einnig hafa gaman af eins konar leikhúsverki eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Það samanstóð af ýktum hreyfingum sem sumir tilgerðarlegir píanóleikarar gera sig seka um. Tónlistin sjálf var bara eitthvert bull, en hún átti líka að vera það. Hér var Tinna fyrst og fremst að þykjast spila eitthvað ógurlega dramatískt, án þess að gera það. Það vakti nokkra kátínu í salnum. Ég vildi óska þess að annað á tónleikunum hefði verið jafn fyndið.Niðurstaða: Tinna Þorsteinsdóttir er dugleg að bera á borð tilraunakennda tónlist. Hún á lof skilið fyrir það. En hér heppnuðust tilraunirnar sjaldnast. Gagnrýni Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tinna Þorsteinsdóttir lék á píanó og dótapíanó í Norðurljósum í Hörpu á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 1. febrúar. Leikfangapíanó, eða dótapíanó, eru ekki algeng í tónlistarlífinu. Skyldi engan undra, nóturnar í því eru afar fáar. Slíkt hljóðfæri hefur samt sjarmerandi hljóm, ef maður heldur sig við þá möguleika sem það býður upp á. Því miður var ekki svo á tónleikum Tinnu Þorsteinsdóttur á Myrkum músíkdögum á sunnudaginn, nema í undantekningartilvikum. Á sviðinu voru þrjú dótapíanó í mismunandi stærðum auk venjulegs flygils. Fyrst á dagskrá var svokölluð Útvarpssaga eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur. Þar heyrðist þulur úr hátölurum lesa hvað píanóleikarinn átti að gera við dótapíanóið. Það voru ekki raunhæfar leiðbeiningar. Tinna fór langt út fyrir það sem hægt er að gera, spilaði of margar nótur, alltof hratt. Næst var verk eftir sama tónskáld sem var ekki mikið áheyrilegra. Þar voru forritunarskipanir vélritaðar á skjá sem var varpað á tjald fyrir ofan sviðið. Þetta kveikti á ýmsum síendurteknum raftónahendingum úr tölvu. Þær voru frekar aumingjalegar. Inn á milli spilaði píanóleikarinn mismunandi einingar sem hún hafði á nótum fyrir framan sig. Heildarmyndin var einn hrærigrautur af ómstríðum hljómum sem áttu illa saman. Ekki tók betra við. Negative Dynamics II: entangled strata og Theory-Fiction: non-corresponding variance eftir Einar Torfa Einarsson voru verk sem báru virðulega titla. En það var ekkert virðulegt við tónlistina. Hún var skrípaleikur þar sem píanóleikarinn geiflaði sig í framan, fetti sig og bretti og baðaði út öllum öngum. Flest annað á dagskránni var á svipuðum nótum. Best voru verk eftir Hallvarð Ásgeirsson, en þar var loksins einhverja alvöru músík að finna. Þetta voru tvö verk, hið fyrra bar nafnið Miniatures, það seinna Toccata. Miniatures samanstóð af áhugaverðum blæbrigðum og sótti sífellt í sig veðrið. Það var orðið býsna kraftmikið undir það síðasta. Tinna hefði þó mátt spila skýrar, hröðustu tónahlaupin voru fremur loðin. Toccatan var hins vegar fín hjá henni, það var eina tónsmíðin fyrir dótapíanó sem tók mið af möguleikum hljóðfærisins. Hún var snyrtileg og vel fram sett. Þarna var ljós í myrkrinu. Reyndar mátti einnig hafa gaman af eins konar leikhúsverki eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Það samanstóð af ýktum hreyfingum sem sumir tilgerðarlegir píanóleikarar gera sig seka um. Tónlistin sjálf var bara eitthvert bull, en hún átti líka að vera það. Hér var Tinna fyrst og fremst að þykjast spila eitthvað ógurlega dramatískt, án þess að gera það. Það vakti nokkra kátínu í salnum. Ég vildi óska þess að annað á tónleikunum hefði verið jafn fyndið.Niðurstaða: Tinna Þorsteinsdóttir er dugleg að bera á borð tilraunakennda tónlist. Hún á lof skilið fyrir það. En hér heppnuðust tilraunirnar sjaldnast.
Gagnrýni Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira