Ómarkviss Edda en með sprettum Sigríður Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 15:30 Edda Björgvinsdóttir ásamt meðleikurum sínum þeim Bergþóri Pálssyni og Gunnari Hanssyni. Vísir/Vilhelm Leiklist Persónur og leikendur:Edda Björgvinsdóttir, Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson. Leikstjórn: Gunnar Helgason. Handrit: Edda Björgvinsdóttir og Björk Jakobsdóttir. Sviðshreyfingar: Selma Björnsdóttir. Tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir. Sviðsmynd og búningar: Ylfa Geirsdóttir. Ljósahönnun: Freyr Vilhjálmsson. Gamla bíó hefur loksins verið tekið í gegn og umbreytt í virkilega skemmtilegan sýningarsal. Þó örlítil eftirsjá sé að gömlu sætunum sem settu svo fallegan svip á rýmið er nýi salurinn virkilega vel heppnaður. Vonandi fær húsið nú þá endurnýjun lífdaga sem það á skilið. Fyrsta sýning þar eftir endurnýjun er Eddan með hinni þjóðþekktu Eddu Björgvinsdóttur í fararbroddi. Edda er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og sýningin byrjar eiginlega áður en nokkur kemur á svið þar sem brotum úr ferli hennar er varpað á skjá aftast á sviðinu. Líkamstjáning hennar er algjörlega einstök og tímasetningarnar óviðjafnanlegar, þrátt fyrir að ekkert hljóð væri á brotunum þá voru áhorfendur byrjaðir að tísta úr hlátri áður en ljósin voru slökkt. Sviðsetningin er einhvers konar sambland af spjallþætti og kabarett þar sem Edda ræðir feril sinn, bæði sigra og vonbrigði. Töluverðu púðri er eytt í byrjun í að afbyggja hennar frægasta hlutverk, Stellu í Stellu í orlofi sem auðvitað verður að afgreiða. Hugmyndin er góð en framkvæmdin heppnast ekki nægilega vel þar sem aldrei er glímt nægilega við efniviðinn en af nægu er að taka. Einnig tekur hún fyrir draumahlutverkin sem hún fékk aldrei tækifæri til að leika, til dæmis Bernhörðu Alba, og ýmsar fígúrur úr söngleiknum Cats og Lína Langsokkur mæta þannig á svæðið. Handritið, sem er skrifað af Eddu og Björk Jakobsdóttur, er því miður ekki nægilega sterkt og leikstjórn Gunnars Helgasonar ómarkviss sem veikir sýninguna enn frekar. Í raun kristallast sýningin í óreiðu þar sem útkoman er hvorki fugl né fiskur. Mikið er gert úr því að stöðugt var verið að breyta handritinu í æfingarferlinu, ný útgáfa birtist undir teppi á einum tímapunkti. Svo virðist þó sem ekki sé nein lokaútgáfa til og að engar skýrar ákvarðanir hafi verið teknar af handritshöfundunum tveimur. Sviðshreyfingar Selmu Björnsdóttur, sem er mikil hæfileikamanneskja, gera ekki mikið fyrir framvinduna þar sem danssenurnar virðast vera uppfyllingarefni frekar en sjálfstæð atriði. Diskóserían sem lokar sýningunni fyrir hlé er eiginlega algjörlega óskiljanleg, alltof löng og erfitt er að sjá tilganginn með öllu prjálinu þar sem grínið er löngu hætt að vera fyndið áður en atriðið er búið. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson eru Eddu til halds og trausts en fá í raun og veru frekar lítið haldbært að gera nema nokkur búningaskipti og að fylla upp í eyðurnar, annaðhvort með vandræðalegum þögnum, einhvers konar reddingum eða tónlistaratriðum. Allar persónurnar sem birtast virðast vera hálfkláraðar og senurnar ekki nægilega vel úthugsaðar, sýningin nær þannig ekki takti fyrr en í seinni hlutanum. Eftir hlé eru þó nokkrir góðir sprettir. Þar má sérstaklega nefna bleikklæddu búningadömuna sem mögulega er búin að fá sér aðeins of mikið í litlu tána og lætur Viggu systur sína, mögulega þekkta stjórnmálakonu, bíða eftir sér á barnum. Einnig er lágstemmd endurgerð á frægri senu með Eddu í aðalhlutverki virkilega skemmtileg og hefði þess verið óskandi að fleiri atriði á borð við þessi tvö hefði verið að finna. Eddan rambar stundum á flottar útfærslur og hugmyndirnar sem sýningin byggist á eru ágætar en það heppnast ekki nægilega vel að finna þeim reglulega fyndinn eða heildstæðan farveg sem keyri sýninguna áfram.Niðurstaða: Edda Björgvinsdóttir á nokkra kostulega spretti en slakt handrit og fálmkennd framkvæmd dregur sýninguna niður. Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist Persónur og leikendur:Edda Björgvinsdóttir, Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson. Leikstjórn: Gunnar Helgason. Handrit: Edda Björgvinsdóttir og Björk Jakobsdóttir. Sviðshreyfingar: Selma Björnsdóttir. Tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir. Sviðsmynd og búningar: Ylfa Geirsdóttir. Ljósahönnun: Freyr Vilhjálmsson. Gamla bíó hefur loksins verið tekið í gegn og umbreytt í virkilega skemmtilegan sýningarsal. Þó örlítil eftirsjá sé að gömlu sætunum sem settu svo fallegan svip á rýmið er nýi salurinn virkilega vel heppnaður. Vonandi fær húsið nú þá endurnýjun lífdaga sem það á skilið. Fyrsta sýning þar eftir endurnýjun er Eddan með hinni þjóðþekktu Eddu Björgvinsdóttur í fararbroddi. Edda er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og sýningin byrjar eiginlega áður en nokkur kemur á svið þar sem brotum úr ferli hennar er varpað á skjá aftast á sviðinu. Líkamstjáning hennar er algjörlega einstök og tímasetningarnar óviðjafnanlegar, þrátt fyrir að ekkert hljóð væri á brotunum þá voru áhorfendur byrjaðir að tísta úr hlátri áður en ljósin voru slökkt. Sviðsetningin er einhvers konar sambland af spjallþætti og kabarett þar sem Edda ræðir feril sinn, bæði sigra og vonbrigði. Töluverðu púðri er eytt í byrjun í að afbyggja hennar frægasta hlutverk, Stellu í Stellu í orlofi sem auðvitað verður að afgreiða. Hugmyndin er góð en framkvæmdin heppnast ekki nægilega vel þar sem aldrei er glímt nægilega við efniviðinn en af nægu er að taka. Einnig tekur hún fyrir draumahlutverkin sem hún fékk aldrei tækifæri til að leika, til dæmis Bernhörðu Alba, og ýmsar fígúrur úr söngleiknum Cats og Lína Langsokkur mæta þannig á svæðið. Handritið, sem er skrifað af Eddu og Björk Jakobsdóttur, er því miður ekki nægilega sterkt og leikstjórn Gunnars Helgasonar ómarkviss sem veikir sýninguna enn frekar. Í raun kristallast sýningin í óreiðu þar sem útkoman er hvorki fugl né fiskur. Mikið er gert úr því að stöðugt var verið að breyta handritinu í æfingarferlinu, ný útgáfa birtist undir teppi á einum tímapunkti. Svo virðist þó sem ekki sé nein lokaútgáfa til og að engar skýrar ákvarðanir hafi verið teknar af handritshöfundunum tveimur. Sviðshreyfingar Selmu Björnsdóttur, sem er mikil hæfileikamanneskja, gera ekki mikið fyrir framvinduna þar sem danssenurnar virðast vera uppfyllingarefni frekar en sjálfstæð atriði. Diskóserían sem lokar sýningunni fyrir hlé er eiginlega algjörlega óskiljanleg, alltof löng og erfitt er að sjá tilganginn með öllu prjálinu þar sem grínið er löngu hætt að vera fyndið áður en atriðið er búið. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson eru Eddu til halds og trausts en fá í raun og veru frekar lítið haldbært að gera nema nokkur búningaskipti og að fylla upp í eyðurnar, annaðhvort með vandræðalegum þögnum, einhvers konar reddingum eða tónlistaratriðum. Allar persónurnar sem birtast virðast vera hálfkláraðar og senurnar ekki nægilega vel úthugsaðar, sýningin nær þannig ekki takti fyrr en í seinni hlutanum. Eftir hlé eru þó nokkrir góðir sprettir. Þar má sérstaklega nefna bleikklæddu búningadömuna sem mögulega er búin að fá sér aðeins of mikið í litlu tána og lætur Viggu systur sína, mögulega þekkta stjórnmálakonu, bíða eftir sér á barnum. Einnig er lágstemmd endurgerð á frægri senu með Eddu í aðalhlutverki virkilega skemmtileg og hefði þess verið óskandi að fleiri atriði á borð við þessi tvö hefði verið að finna. Eddan rambar stundum á flottar útfærslur og hugmyndirnar sem sýningin byggist á eru ágætar en það heppnast ekki nægilega vel að finna þeim reglulega fyndinn eða heildstæðan farveg sem keyri sýninguna áfram.Niðurstaða: Edda Björgvinsdóttir á nokkra kostulega spretti en slakt handrit og fálmkennd framkvæmd dregur sýninguna niður.
Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira