Af hagsmunum og „aumingjum“ Kristín I. Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, skrifar grein í Fréttablaðið þann 29. janúar þar sem hann mótmælir fullyrðingum mínum um að SÁÁ hafi rekstrarhagsmuni. Það sem vekur þó enn meiri furðu í greininni eru viðhorf sem þar koma fram til fíknar og þeirra sem við hana glíma. „Hvernig á þá að skilja fíkn? Við erum líkamlegar verur sem hrærumst í tilteknu félagslegu umhverfi sem er flókið. Skilningur á fíkn verður að vera breiður; fíkn getur verið möguleg afleiðing mannlegrar löngunar til að breyta meðvitund; alvarlegur heilsufarsvandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á samfélagið og eyðileggjandi afleiðinga fíknarinnar; krónísk lífsálfélagsleg röskun sem tekur sig endurtekið upp og ekki er hægt að skilja án hins félagslega samhengis – en ekki einfaldlega heilasjúkdómur.“ Svo segir í niðurstöðum greinar sem birtist í American Journal of Bioethics Neuroscience í júlí 2013 þar sem farið er yfir helstu gagnrýni á kenninguna um fíkn sem heilasjúkdóm, „Addiction: Current Criticism of the Brain Disease Paradigm“. Það að fíkn sé heilasjúkdómur er nefnilega umdeild kenning en ekki staðreynd. Enginn efast um að langvarandi neysla fíkniefna valdi sjúkdómum en það skiptir máli við meðferð hvort fíknivandi er skoðaður sem meðfæddur vandi eða flókinn lífsálfélagsleg röskun – eins og segir í tilvitnuninni hér að ofan. Í greininni segir Arnþór: „Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknilækningar eru sérgrein í læknisfræði.“ Þarna birtast fordómafull viðhorf gagnvart þeim sem glíma við afleiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vísindaheiminum heldur vísar þetta orðalag í kunnuglega frasa sem ættaðir eru úr jafningjahjálparsamtökum. Þarna speglast líka sá ágreiningur sem olli því að við sem stöndum að Rótinni gátum ekki þrifist innan SÁÁ og stofnuðum því nýtt félag. Við Rótarkonur lítum ekki á þá sem orðið hafa fyrir erfiðum upplifunum í lífinu sem aumingja heldur erum sammála vísindamönnunum, í ofannefndri grein um sjúkdómskenninguna, að líta verði á fíknivanda sem flókið heilsufars- og félagslegt vandamál sem meðhöndla þarf sem slíkt. Við erum ekki að bíða eftir því að genið og síðan pillan sem leysir þennan vanda verði fundin upp.Rekstrarhagsmunir SÁÁ Í grein sinni segir Arnþór um þá staðhæfingu mína að SÁÁ hafi af því rekstrarhagsmuni að fá sem flesta sjúklinga inn á Vog: „Þetta er fráleit staðhæfing.“ Auðvitað hefur SÁÁ rekstrarhagsmuni eins og aðrir sem standa í rekstri þó að félagið sé ekki rekið með hagnað að leiðarljósi. Félagið rekur sjúkrahús og meðferðarstarfsemi og aflar tekna til starfseminnar með ýmsu móti en að mestu leyti í gegnum þjónustusamning við ríkið. Síðasti samningur var undirritaður 17. desember sl. en SÁÁ fékk alls 805 milljónir árið 2014 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þar um í þinginu. Það er ekki svo að ég sé að finna upp hjólið með þeirri staðhæfingu að betur fari á því að aðrir en hagsmunaaðilar, eins og SÁÁ, skammti sér sjálfir sjúklinga. Hugmyndina má meðal annars finna í skýrslu þáverandi heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem hann lagði fyrir þingið 2004-2005 en í henni eru margar ágætar hugmyndir sem því miður var ekki hrint í framkvæmd á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Sjá meira
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, skrifar grein í Fréttablaðið þann 29. janúar þar sem hann mótmælir fullyrðingum mínum um að SÁÁ hafi rekstrarhagsmuni. Það sem vekur þó enn meiri furðu í greininni eru viðhorf sem þar koma fram til fíknar og þeirra sem við hana glíma. „Hvernig á þá að skilja fíkn? Við erum líkamlegar verur sem hrærumst í tilteknu félagslegu umhverfi sem er flókið. Skilningur á fíkn verður að vera breiður; fíkn getur verið möguleg afleiðing mannlegrar löngunar til að breyta meðvitund; alvarlegur heilsufarsvandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á samfélagið og eyðileggjandi afleiðinga fíknarinnar; krónísk lífsálfélagsleg röskun sem tekur sig endurtekið upp og ekki er hægt að skilja án hins félagslega samhengis – en ekki einfaldlega heilasjúkdómur.“ Svo segir í niðurstöðum greinar sem birtist í American Journal of Bioethics Neuroscience í júlí 2013 þar sem farið er yfir helstu gagnrýni á kenninguna um fíkn sem heilasjúkdóm, „Addiction: Current Criticism of the Brain Disease Paradigm“. Það að fíkn sé heilasjúkdómur er nefnilega umdeild kenning en ekki staðreynd. Enginn efast um að langvarandi neysla fíkniefna valdi sjúkdómum en það skiptir máli við meðferð hvort fíknivandi er skoðaður sem meðfæddur vandi eða flókinn lífsálfélagsleg röskun – eins og segir í tilvitnuninni hér að ofan. Í greininni segir Arnþór: „Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknilækningar eru sérgrein í læknisfræði.“ Þarna birtast fordómafull viðhorf gagnvart þeim sem glíma við afleiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vísindaheiminum heldur vísar þetta orðalag í kunnuglega frasa sem ættaðir eru úr jafningjahjálparsamtökum. Þarna speglast líka sá ágreiningur sem olli því að við sem stöndum að Rótinni gátum ekki þrifist innan SÁÁ og stofnuðum því nýtt félag. Við Rótarkonur lítum ekki á þá sem orðið hafa fyrir erfiðum upplifunum í lífinu sem aumingja heldur erum sammála vísindamönnunum, í ofannefndri grein um sjúkdómskenninguna, að líta verði á fíknivanda sem flókið heilsufars- og félagslegt vandamál sem meðhöndla þarf sem slíkt. Við erum ekki að bíða eftir því að genið og síðan pillan sem leysir þennan vanda verði fundin upp.Rekstrarhagsmunir SÁÁ Í grein sinni segir Arnþór um þá staðhæfingu mína að SÁÁ hafi af því rekstrarhagsmuni að fá sem flesta sjúklinga inn á Vog: „Þetta er fráleit staðhæfing.“ Auðvitað hefur SÁÁ rekstrarhagsmuni eins og aðrir sem standa í rekstri þó að félagið sé ekki rekið með hagnað að leiðarljósi. Félagið rekur sjúkrahús og meðferðarstarfsemi og aflar tekna til starfseminnar með ýmsu móti en að mestu leyti í gegnum þjónustusamning við ríkið. Síðasti samningur var undirritaður 17. desember sl. en SÁÁ fékk alls 805 milljónir árið 2014 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þar um í þinginu. Það er ekki svo að ég sé að finna upp hjólið með þeirri staðhæfingu að betur fari á því að aðrir en hagsmunaaðilar, eins og SÁÁ, skammti sér sjálfir sjúklinga. Hugmyndina má meðal annars finna í skýrslu þáverandi heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem hann lagði fyrir þingið 2004-2005 en í henni eru margar ágætar hugmyndir sem því miður var ekki hrint í framkvæmd á sínum tíma.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun