Er lágt olíuverð bara gott? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun