Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf? Sigríður Bilddal og Rannveig Óladóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun