Gæti unnið til BAFTA á sunnudaginn Freyr Bjarnason skrifar 5. febrúar 2015 11:00 Leikarinn Stephen Fry verður kynnir BAFTA-hátíðarinnar í London í tíunda sinn á sunnudaginn. Vísir/Getty Stærstu nöfnin í Hollywood verða á meðal gesta á hinni árlegu bresku BAFTA-verðlaunahátíð sem verður haldin í 68. sinn í London á sunnudaginn. Hátíðin fer fram í Royal Opera House í Covent Garden og á meðal þeirra sem ganga eftir rauða dreglinum verða Benedict Cumberbatch, Reese Witherspoon, Eddie Redmayne, Julianne Moore, Ralph Fiennes og Michael Keaton. Einnig verður á hátíðinni Jóhann Jóhannsson sem er tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna fyrir tónlistina í The Theory Of Everything sem fjallar um vísindamanninn Stephen Hawking. Stutt er síðan Jóhann vann Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina fyrstur Íslendinga, auk þess sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent 22. febrúar. Á BAFTA-hátíðinni mun Jóhann etja kappi við Antonio Sanchez fyrir tónlistina í Birdman, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Hans Zimmer fyrir Interstellar og Mica Levi fyrir Under the Skin. Stephen Fry verður kynnir í tíunda sinn og hlakkar hann mikið til. „Að vera kynnir á kvikmyndaverðlaununum hefur alltaf verið hápunktur ársins hjá mér,“ sagði hinn nýgifti leikari. „Að aðstoða akademíuna við að kynna kvikmyndagerð og hvetja fólk til að fara í bíó skiptir mig miklu máli.“ Auk þess að verðlauna fyrir kvikmyndir eru BAFTA-verðlaunin einnig veitt fyrir afrek í sjónvarpi og tölvuleikjum. Hljómsveitin Kasabian stígur á svið á hátíðinni og sagði gítarleikarinn Sergio Pizzorino í samtali við blaðið Daily Mail að það væri „gríðarlegur heiður“ að fá að opna hátíðina. Lofaði hann eftirminnilegri frammistöðu.Jóhann Jóhannsson gæti bæst í hóp þeirra Íslendinga sem hafa hlotið BAFTA-verðlaunin.Vísir/GettyGamanmyndin The Grand Budapest Hotel hlaut flestar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna, eða ellefu talsins, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Ralph Fiennes. The Theory Of Everything hlaut tíu tilnefningar, þar á meðal í fjórum stærstu flokkunum. Birdman fékk einnig tíu tilnefningar en The Imitation Game fékk níu, þar á meðal fyrir bestu leikkonuna í aukahlutverki, Keiru Knightley. Leikstjórinn Mike Leigh, sem var heiðursgestur RIFF-hátíðarinnar hér á landi í fyrra, fær heiðursverðlaunin BAFTA-Fellowship og kemst þá í hóp með ekki ómerkara fólki en Helen Mirren, Alfred Hitchcock og Steven Spielberg. Eftir að athöfninni lýkur á sunnudaginn mun hljómsveitin Molotov Jukebox leika fyrir dansi í eftirpartíi á hótelinu Grosvenor House. Íslendingar og BAFTA-verðlaunin2014: Ólafur Arnalds hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.2012: Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson hlaut BAFTA New Talent-verðlaunin í Skotlandi fyrir myndina No More Shall We Part.2006: Latibær hlaut BAFTA fyrir besta alþjóðlega barnaefnið.2005: Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin fyrir klippingu myndarinnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind. BAFTA Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stærstu nöfnin í Hollywood verða á meðal gesta á hinni árlegu bresku BAFTA-verðlaunahátíð sem verður haldin í 68. sinn í London á sunnudaginn. Hátíðin fer fram í Royal Opera House í Covent Garden og á meðal þeirra sem ganga eftir rauða dreglinum verða Benedict Cumberbatch, Reese Witherspoon, Eddie Redmayne, Julianne Moore, Ralph Fiennes og Michael Keaton. Einnig verður á hátíðinni Jóhann Jóhannsson sem er tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna fyrir tónlistina í The Theory Of Everything sem fjallar um vísindamanninn Stephen Hawking. Stutt er síðan Jóhann vann Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina fyrstur Íslendinga, auk þess sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent 22. febrúar. Á BAFTA-hátíðinni mun Jóhann etja kappi við Antonio Sanchez fyrir tónlistina í Birdman, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Hans Zimmer fyrir Interstellar og Mica Levi fyrir Under the Skin. Stephen Fry verður kynnir í tíunda sinn og hlakkar hann mikið til. „Að vera kynnir á kvikmyndaverðlaununum hefur alltaf verið hápunktur ársins hjá mér,“ sagði hinn nýgifti leikari. „Að aðstoða akademíuna við að kynna kvikmyndagerð og hvetja fólk til að fara í bíó skiptir mig miklu máli.“ Auk þess að verðlauna fyrir kvikmyndir eru BAFTA-verðlaunin einnig veitt fyrir afrek í sjónvarpi og tölvuleikjum. Hljómsveitin Kasabian stígur á svið á hátíðinni og sagði gítarleikarinn Sergio Pizzorino í samtali við blaðið Daily Mail að það væri „gríðarlegur heiður“ að fá að opna hátíðina. Lofaði hann eftirminnilegri frammistöðu.Jóhann Jóhannsson gæti bæst í hóp þeirra Íslendinga sem hafa hlotið BAFTA-verðlaunin.Vísir/GettyGamanmyndin The Grand Budapest Hotel hlaut flestar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna, eða ellefu talsins, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Ralph Fiennes. The Theory Of Everything hlaut tíu tilnefningar, þar á meðal í fjórum stærstu flokkunum. Birdman fékk einnig tíu tilnefningar en The Imitation Game fékk níu, þar á meðal fyrir bestu leikkonuna í aukahlutverki, Keiru Knightley. Leikstjórinn Mike Leigh, sem var heiðursgestur RIFF-hátíðarinnar hér á landi í fyrra, fær heiðursverðlaunin BAFTA-Fellowship og kemst þá í hóp með ekki ómerkara fólki en Helen Mirren, Alfred Hitchcock og Steven Spielberg. Eftir að athöfninni lýkur á sunnudaginn mun hljómsveitin Molotov Jukebox leika fyrir dansi í eftirpartíi á hótelinu Grosvenor House. Íslendingar og BAFTA-verðlaunin2014: Ólafur Arnalds hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.2012: Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson hlaut BAFTA New Talent-verðlaunin í Skotlandi fyrir myndina No More Shall We Part.2006: Latibær hlaut BAFTA fyrir besta alþjóðlega barnaefnið.2005: Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin fyrir klippingu myndarinnar Eternal Sunshine of the Spotless Mind.
BAFTA Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira