Nýr salur á korteri Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 10:00 Salurinn í Gamla bíó er nú orðinn enn hæfari til að hýsa alls kyns viðburði. Vísir/Ernir „Við erum ákaflega sátt en nú tekur um það bil fimmtán mínútur að breyta salnum úr standandi tónleikasal yfir í sitjandi sal og öfugt,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, markaðs- og verkefnastjóri hjá Gamla bíói. Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Gamla bíói undanfarna mánuði en um síðustu helgi var lokahönd lögð á ný færanleg sæti í salnum. „Salurinn tekur aðeins minna en þegar gömlu sætin voru, en það fer þó mun betur um fólk,“ segir Ása um sætin. Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi viðburðum. Þá er einnig hægt að hafa sætin á efri hæðinni í halla og standandi niðri. Spurð út í gömlu sætin segir Ása Berglind þau hafa verið seld. „Þau sæti sem voru á efri hæðinni voru seld hingað og þangað en við höldum utan um hvert sætin á neðri hæðinni voru seld. Þetta voru samt ekki upprunalegu sætin.“ Talsverð pressa var á Gamla bíói að koma upp sætunum áður en Eddan var frumsýnd um síðustu helgi. „Gámurinn með sætunum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frekar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á tilsettum tíma en að því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frumsýningu.“Ása Berglind er markaðs- og verkefnastjóri Gamla Bíós.fréttablaðið/pjeturSíðastliðið föstudagskvöld sýndu framkvæmdirnar hversu vel hægt er að nýta salinn þegar afhending vefverðlaunanna fór fram en sá viðburður var sitjandi og svo átján mínútum eftir að afhendingu verðlaunanna lauk hýsti salurinn standandi kokteilboð. „Fólk sat í halla á vefverðlaununum og þegar þeim lauk þá fór fólk fram í anddyri og salnum var lokað. Þá var sætunum rúllað saman og átján mínútum síðar kom sama fólkið inn í kokteilboð í gjörbreyttan sal,“ útskýrir Ása Berglind. Í gólfinu sést glitta í þak á lyftu en í kjallaranum er mótttökueldhús og geymsla fyrir borð og stóla. Lyftan opnar því möguleika á að gjörbreyta salnum án þess að fólk verði þess vart á meðan það hinkrar fyrir utan dyr salarins. „Einnig er unnið við að koma fyrir lyftu sem fer úr kjallaranum og upp á þriðju hæð, svo allir ættu að geta komist leiðar sinnar í Gamla bíói, óháð hreyfigetu.“ Mikið er um að vera í húsinu á næstunni líkt og Hlustendaverðlaun 365 miðla sem fram fara í kvöld og úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend á sunnudagskvöld. Þá mun leikkonan Edda Björgvinsdóttir líta yfir farinn veg og feril sinn í sýningu sem kallast Eddan í Gamla bíói á næstunni. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi. Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
„Við erum ákaflega sátt en nú tekur um það bil fimmtán mínútur að breyta salnum úr standandi tónleikasal yfir í sitjandi sal og öfugt,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, markaðs- og verkefnastjóri hjá Gamla bíói. Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Gamla bíói undanfarna mánuði en um síðustu helgi var lokahönd lögð á ný færanleg sæti í salnum. „Salurinn tekur aðeins minna en þegar gömlu sætin voru, en það fer þó mun betur um fólk,“ segir Ása um sætin. Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi viðburðum. Þá er einnig hægt að hafa sætin á efri hæðinni í halla og standandi niðri. Spurð út í gömlu sætin segir Ása Berglind þau hafa verið seld. „Þau sæti sem voru á efri hæðinni voru seld hingað og þangað en við höldum utan um hvert sætin á neðri hæðinni voru seld. Þetta voru samt ekki upprunalegu sætin.“ Talsverð pressa var á Gamla bíói að koma upp sætunum áður en Eddan var frumsýnd um síðustu helgi. „Gámurinn með sætunum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frekar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á tilsettum tíma en að því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frumsýningu.“Ása Berglind er markaðs- og verkefnastjóri Gamla Bíós.fréttablaðið/pjeturSíðastliðið föstudagskvöld sýndu framkvæmdirnar hversu vel hægt er að nýta salinn þegar afhending vefverðlaunanna fór fram en sá viðburður var sitjandi og svo átján mínútum eftir að afhendingu verðlaunanna lauk hýsti salurinn standandi kokteilboð. „Fólk sat í halla á vefverðlaununum og þegar þeim lauk þá fór fólk fram í anddyri og salnum var lokað. Þá var sætunum rúllað saman og átján mínútum síðar kom sama fólkið inn í kokteilboð í gjörbreyttan sal,“ útskýrir Ása Berglind. Í gólfinu sést glitta í þak á lyftu en í kjallaranum er mótttökueldhús og geymsla fyrir borð og stóla. Lyftan opnar því möguleika á að gjörbreyta salnum án þess að fólk verði þess vart á meðan það hinkrar fyrir utan dyr salarins. „Einnig er unnið við að koma fyrir lyftu sem fer úr kjallaranum og upp á þriðju hæð, svo allir ættu að geta komist leiðar sinnar í Gamla bíói, óháð hreyfigetu.“ Mikið er um að vera í húsinu á næstunni líkt og Hlustendaverðlaun 365 miðla sem fram fara í kvöld og úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend á sunnudagskvöld. Þá mun leikkonan Edda Björgvinsdóttir líta yfir farinn veg og feril sinn í sýningu sem kallast Eddan í Gamla bíói á næstunni. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi.
Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira