Þarf einnig annars konar læsi á 21. öld? Hrefna Sigurjónsdóttir og Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Sjá meira
Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun