Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:31 Einn frasanna sem flæða af vörum Viðreisnarfólks þessa dagana er um „einfaldara líf“. Betra væri ef sá gállinn hefði verið á þeim þegar Viðreisn var í ríkisstjórn. En einhverjir hafa gleymt stuttri viðveru flokksins við stjórnvölinn í landsmálunum. Flokkurinn er þekktari fyrir hlutverk sitt við stjórnun Reykjavíkurborgar undanfarin ár með misjöfnum árangri. Á þeim stutta tíma sem Viðreisn kom að landsstjórninni náði flokkurinn þó í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun. Þetta fyrsta þingmál Viðreisnar kallaði flokkurinn „lykilinn að frjálsum vinnumarkaði“. Ég þekki ófáa atvinnurekendur sem verður bylt við, við þessa upprifjun. Jafnlaunavottun er skaðvaldur Við sjálfstæðismenn lögðum fram frumvarp um að þessi dyggðaskreyting ætti að vera valkvæð, en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Rannsóknir sýna enda að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. En samt hafa þeir stimpil frá ríkinu um að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Jafnlaunavottun er því ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur. Einfaldara (atvinnu)líf án Viðreisnar? Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Stjórnendur fyrirtækja nefna þó kostnað við ferlið sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Viðbrögð þingmanna Viðreisnar við þingmáli sjálfstæðismanna voru að verja kerfið. Þeir hafa gengið svo langt, þvert á niðurstöður rannsókna, að fullyrða að lögin tryggi launajafnrétti. Við sjálfstæðismenn viljum gera alvöru átak í að létta byrðum af atvinnulífinu. Við viljum raunverulega einfaldara líf fyrir íslenska atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn frasanna sem flæða af vörum Viðreisnarfólks þessa dagana er um „einfaldara líf“. Betra væri ef sá gállinn hefði verið á þeim þegar Viðreisn var í ríkisstjórn. En einhverjir hafa gleymt stuttri viðveru flokksins við stjórnvölinn í landsmálunum. Flokkurinn er þekktari fyrir hlutverk sitt við stjórnun Reykjavíkurborgar undanfarin ár með misjöfnum árangri. Á þeim stutta tíma sem Viðreisn kom að landsstjórninni náði flokkurinn þó í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun. Þetta fyrsta þingmál Viðreisnar kallaði flokkurinn „lykilinn að frjálsum vinnumarkaði“. Ég þekki ófáa atvinnurekendur sem verður bylt við, við þessa upprifjun. Jafnlaunavottun er skaðvaldur Við sjálfstæðismenn lögðum fram frumvarp um að þessi dyggðaskreyting ætti að vera valkvæð, en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Rannsóknir sýna enda að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. En samt hafa þeir stimpil frá ríkinu um að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Jafnlaunavottun er því ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur. Einfaldara (atvinnu)líf án Viðreisnar? Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Stjórnendur fyrirtækja nefna þó kostnað við ferlið sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Viðbrögð þingmanna Viðreisnar við þingmáli sjálfstæðismanna voru að verja kerfið. Þeir hafa gengið svo langt, þvert á niðurstöður rannsókna, að fullyrða að lögin tryggi launajafnrétti. Við sjálfstæðismenn viljum gera alvöru átak í að létta byrðum af atvinnulífinu. Við viljum raunverulega einfaldara líf fyrir íslenska atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar