Vestræna samfélagstilraunin og við Þröstur Ólafsson skrifar 7. febrúar 2015 08:15 Mikið er nú talað um sameiginleg gildi vestrænna samfélaga. Þeim virðist ógnað af hópum öfgamanna sem aðhyllast íslamisma. Hver eru þessi gildi og hvaðan koma þau? Eins og aðrar þjóðir erum við Íslendingar hluti af stærri samfélagslegri og pólitískri menningarheild, sem þróast hefur í aldanna rás. Við erum hluti af vestrænni samfélagsgerð, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi einstaklings að leiðarljósi. Þetta eru undirstöður þeirrar samfélagsgerðar sem barist hefur verið fyrir og mótast hefur í Vestur-Evrópu og síðar á öðrum Vesturlöndum í hartnær 2.000 ár. Þessi samfélagsgerð lýðræðis og réttar hefur fært okkur mikla velmegun og óviðjafnanlegt frelsi til að þroska og þróa einstaklinginn og samtök hans. Vestræn samfélagstilraun Þessi tilraun hófst með orðum Krists: Gefið keisaranum það sem keisarans er, en Guði það sem Guðs er. Þar með var guðlegt og veraldlegt vald aðskilið hjá hluta þeirra sem aðhylltust kenningar Jesú Krists. Engin önnur trúarbrögð hafa tileinkað sér þessa aðgreiningu með svipuðum hætti. Enn þann dag í dag hafa múslímar ekki stigið þetta skref. Ekki hvað síst þess vegna eru samskipti þeirra við Vesturlönd svo erfið. Þegar kirkjan síðan klofnaði í Austurkirkju (Byzanz)og Vesturkirkju (Róm) var það m.a. þessi aðgreining sem skildi á milli vesturs og austurs. Austurkirkjan lagði aðra merkingu í fyrrnefnd orð og viðurkenndi aldrei í reynd aðskilnað þess veraldlega og þess guðlega. Rétttrúnaðarkirkja var þessi kirkjudeild kölluð á íslensku. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er höfuðkirkja þessarar deildar. Við aðskilnað kirkjudeildanna mynduðust ný landamæri í gegnum Evrópu, sem enn þann dag í dag skilja á milli vestrænnar samfélagshugsunar og austrænnar, milli lýðræðis, réttarríkis og frelsis annars vegar og fá- eða einmennisvalds og réttleysis, bælingar og kúgunar hins vegar. Átakasvæðin í Evrópu nútímans ganga enn þvert í gegnum þessa gömlu aðskilnaðarlínu, hvort heldur það er í Bosníu eða Úkraínu og að mörgu leyti einnig Grikkland. Fyrrnefnd leiðarljós eiga erfitt uppdráttar á svæðum þar sem sögulegur grundvöllur er ekki fyrir hendi. Tilraunin þróast og þroskast Vestræn samfélagstilraun þróast síðan áfram í gegnum Endurreisnartímann, þar sem pólitísk og heimspekileg forngrísk rit eru nýtt til að endurvekja gleymda hugsun, varpa nýju ljósi á og endurnýja samfélagið. Siðbótin færir okkur enn nær veraldlegri og samfélagslegri hugsun, þar sem einstaklingurinn er settur í beint talsamband við Guð. Í kjölfar hennar verða miklar breytingar, sérstaklega í lútherskum löndum. Síðan fylgja stjórnarumbætur á Englandi og með upplýsingastefnunni er varpað enn nýju ljósi á hlutverk ríkisins, einstaklingsins, trúarbragða og samfélagsins. Næstu stóru skrefin í þróun þessarar tilraunar voru svo byltingin í Frakklandi og mannréttinda- og frelsisyfirlýsing Bandaríkjanna. Jafnframt kom almennur og jafn kosningaréttur og síðar jafnrétti kvenna. Enn stendur þessi barátta yfir á nýjum jafnréttissviðum. Á handahlaupum má þannig rekja misafdrifaríka áfanga á þroskaleið vestrænnar samfélagsgerðar. Henni verður aldrei lokið, er sífellt í mótun. Við erum enn í dag að ná fram auknu jafnrétti fyrir einstaka samfélagshópa. Vestrænar þjóðir eru einnig mislangt komnar í þróun samfélagsins. Við Íslendingar höfum enn ekki náð jöfnum kosningarétti, því eru lög landsins ekki nema að hluta til sniðin að heildarhagsmunum, heldur hagsbótum þrengri hópa. Þar er verk að vinna. Flókin samfélagsgerð Þótt Ísland komi seint til leiks og hafi á síðustu öld þróast eins og ofvaxinn, fordekraður unglingur, þá erum við óaðskiljanlegur hluti þessarar vestrænu samfélagstilraunar. Trúarbrögðin, stoðir menningar okkar, uppbygging réttarkerfis og stjórnskipunar, frelsi einstaklingsins og mannréttindi. Allt eru þetta megingildi vestræns, já, okkar samfélags. Ekki virðist vera mikill ágreiningur um það meðal þjóðarinnar. Þótt við séum ósammála um fyrirkomulag einstakra þátta og vægi þar á milli, þá er stjórnskipanin ekki umdeild. Vestrænt samfélag er vissulega flókið. Þar eru margar skoðanir á lofti og menn deila af aumasta tilefni. Löngum hafa verið til staðar tilhneigingar til að einfalda fjölskoðunarsamfélagið og gera eina skoðun ríkjandi. Því finnast alltaf þeir sem heillast af stjórnarfyrirkomulagi þar sem ein skoðun er gerð að skoðun ríkisins. Það einfaldar vissulega margt og ýmsum finnst það traustvekjandi. Fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélög eru bæði frjálsari og mennskari svo og auðugri af mannauði og leysa mikla orku úr læðingi. Við verðum því að berjast fyrir þessum gildum á heimavelli, ekki láta eins og þau komi okkur ekki við. Bandamenn okkar erlendis eru þau ríki þar sem þessi gildi eru höfð í hávegum – önnur ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikið er nú talað um sameiginleg gildi vestrænna samfélaga. Þeim virðist ógnað af hópum öfgamanna sem aðhyllast íslamisma. Hver eru þessi gildi og hvaðan koma þau? Eins og aðrar þjóðir erum við Íslendingar hluti af stærri samfélagslegri og pólitískri menningarheild, sem þróast hefur í aldanna rás. Við erum hluti af vestrænni samfélagsgerð, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi einstaklings að leiðarljósi. Þetta eru undirstöður þeirrar samfélagsgerðar sem barist hefur verið fyrir og mótast hefur í Vestur-Evrópu og síðar á öðrum Vesturlöndum í hartnær 2.000 ár. Þessi samfélagsgerð lýðræðis og réttar hefur fært okkur mikla velmegun og óviðjafnanlegt frelsi til að þroska og þróa einstaklinginn og samtök hans. Vestræn samfélagstilraun Þessi tilraun hófst með orðum Krists: Gefið keisaranum það sem keisarans er, en Guði það sem Guðs er. Þar með var guðlegt og veraldlegt vald aðskilið hjá hluta þeirra sem aðhylltust kenningar Jesú Krists. Engin önnur trúarbrögð hafa tileinkað sér þessa aðgreiningu með svipuðum hætti. Enn þann dag í dag hafa múslímar ekki stigið þetta skref. Ekki hvað síst þess vegna eru samskipti þeirra við Vesturlönd svo erfið. Þegar kirkjan síðan klofnaði í Austurkirkju (Byzanz)og Vesturkirkju (Róm) var það m.a. þessi aðgreining sem skildi á milli vesturs og austurs. Austurkirkjan lagði aðra merkingu í fyrrnefnd orð og viðurkenndi aldrei í reynd aðskilnað þess veraldlega og þess guðlega. Rétttrúnaðarkirkja var þessi kirkjudeild kölluð á íslensku. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er höfuðkirkja þessarar deildar. Við aðskilnað kirkjudeildanna mynduðust ný landamæri í gegnum Evrópu, sem enn þann dag í dag skilja á milli vestrænnar samfélagshugsunar og austrænnar, milli lýðræðis, réttarríkis og frelsis annars vegar og fá- eða einmennisvalds og réttleysis, bælingar og kúgunar hins vegar. Átakasvæðin í Evrópu nútímans ganga enn þvert í gegnum þessa gömlu aðskilnaðarlínu, hvort heldur það er í Bosníu eða Úkraínu og að mörgu leyti einnig Grikkland. Fyrrnefnd leiðarljós eiga erfitt uppdráttar á svæðum þar sem sögulegur grundvöllur er ekki fyrir hendi. Tilraunin þróast og þroskast Vestræn samfélagstilraun þróast síðan áfram í gegnum Endurreisnartímann, þar sem pólitísk og heimspekileg forngrísk rit eru nýtt til að endurvekja gleymda hugsun, varpa nýju ljósi á og endurnýja samfélagið. Siðbótin færir okkur enn nær veraldlegri og samfélagslegri hugsun, þar sem einstaklingurinn er settur í beint talsamband við Guð. Í kjölfar hennar verða miklar breytingar, sérstaklega í lútherskum löndum. Síðan fylgja stjórnarumbætur á Englandi og með upplýsingastefnunni er varpað enn nýju ljósi á hlutverk ríkisins, einstaklingsins, trúarbragða og samfélagsins. Næstu stóru skrefin í þróun þessarar tilraunar voru svo byltingin í Frakklandi og mannréttinda- og frelsisyfirlýsing Bandaríkjanna. Jafnframt kom almennur og jafn kosningaréttur og síðar jafnrétti kvenna. Enn stendur þessi barátta yfir á nýjum jafnréttissviðum. Á handahlaupum má þannig rekja misafdrifaríka áfanga á þroskaleið vestrænnar samfélagsgerðar. Henni verður aldrei lokið, er sífellt í mótun. Við erum enn í dag að ná fram auknu jafnrétti fyrir einstaka samfélagshópa. Vestrænar þjóðir eru einnig mislangt komnar í þróun samfélagsins. Við Íslendingar höfum enn ekki náð jöfnum kosningarétti, því eru lög landsins ekki nema að hluta til sniðin að heildarhagsmunum, heldur hagsbótum þrengri hópa. Þar er verk að vinna. Flókin samfélagsgerð Þótt Ísland komi seint til leiks og hafi á síðustu öld þróast eins og ofvaxinn, fordekraður unglingur, þá erum við óaðskiljanlegur hluti þessarar vestrænu samfélagstilraunar. Trúarbrögðin, stoðir menningar okkar, uppbygging réttarkerfis og stjórnskipunar, frelsi einstaklingsins og mannréttindi. Allt eru þetta megingildi vestræns, já, okkar samfélags. Ekki virðist vera mikill ágreiningur um það meðal þjóðarinnar. Þótt við séum ósammála um fyrirkomulag einstakra þátta og vægi þar á milli, þá er stjórnskipanin ekki umdeild. Vestrænt samfélag er vissulega flókið. Þar eru margar skoðanir á lofti og menn deila af aumasta tilefni. Löngum hafa verið til staðar tilhneigingar til að einfalda fjölskoðunarsamfélagið og gera eina skoðun ríkjandi. Því finnast alltaf þeir sem heillast af stjórnarfyrirkomulagi þar sem ein skoðun er gerð að skoðun ríkisins. Það einfaldar vissulega margt og ýmsum finnst það traustvekjandi. Fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélög eru bæði frjálsari og mennskari svo og auðugri af mannauði og leysa mikla orku úr læðingi. Við verðum því að berjast fyrir þessum gildum á heimavelli, ekki láta eins og þau komi okkur ekki við. Bandamenn okkar erlendis eru þau ríki þar sem þessi gildi eru höfð í hávegum – önnur ekki.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun