Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA er í frábæru formi í ár. vísir/daníel Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Það er spurning hvort Íslandsmetin í 200 og 400 metra hlaupi standist áhlaup Kolbeins Haðar Gunnarssonar á Meistaramótinu í Kaplakrika um helgina. Þessi 19 ára Akureyringur sló bæði metin á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. „Þetta var toppurinn á því sem er búið að gerast. Mér leið mjög vel og ég var mjög sáttur,“ segir Kolbeinn Höður um síðustu helgi. „Ég ætlaði mér stóra hluti og að ná þessu lágmarki en til þess þurfti ég að slá mitt eigið met. Það gerðist og það var bara auka að ég sló metið í 200 metrunum líka því ég var svo sem ekkert að stefna á það. Það kannski hjálpaði til að vera ekkert að stressa sig yfir því,“ segir Kolbeinn sem sló metið í 200 metra hlaupinu á laugardaginn. „Ég er búinn að vera spá í þessum metum en var ekki að búast við því að slá þau endilega núna. Ég var samt nokkuð viss um að það kæmi á þessu tímabili en ekki í þessu móti endilega,“ segir Kolbeinn. „Ég er búinn að æfa hrikalega mikið og það er sem betur fer að skila sér,“ segir Kolbeinn og er þá að vísa til þess að hann tryggði sér farseðilinn á EM með árangri sínum í 400 metra hlaupinu. Kolbeinn Höður er hvergi nærri hættur að bæta þessi met. „Maður þarf að setja smá pressu á sjálfan sig, annars reynir maður ekkert. Ég set á mig pressu en ef það gengur ekki upp þá er bara að spýta í lófana, æfa meira og betur og koma sterkari til baka. Ég á mikið eftir. Ég stefni á að bæta þessi met hægt og rólega. Ég tel að það sé enginn annar að fara að bæta þau í bráð eins og staðan er núna. Ég leyfi mér að þora að segja það,“ segir Kolbeinn. „Það voru allir að koma til mín og óska mér til hamingju með þetta. Það var gaman að vera aðeins í sviðsljósinu. Það þekkja allir mig hér á Akureyri og ég held að þau séu að bíða eftir einhverju meira. Vonandi getur maður skilað því,“ segir Kolbeinn, ein helsta íþróttahetja Akureyringa í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira