Byltingarmenn dansa um heiminn 13. febrúar 2015 08:00 Í fyrra dönsuðu um 3.000 manns á Íslandi og ætlunin er að gera enn betur í dag. DJ Margeir þeytir skífum í Hörpu kl. 12 í dag. Mynd/Hörður Ásbjörnsson Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12. Sónar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Öllum landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu undir nafninu Milljarður rís, í hádeginu í dag í Hörpu í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum víða um land. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Hér á landi er það UN Women á Íslandi sem stendur fyrir Milljarður rís í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Í fyrra trylltu 3.000 manns dansgólf landsins og í dag er ætlunin að gera enn betur segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Það skemmtilega við Milljarður rís að sögn Hönnu er að viðburðurinn höfðar ekki til eins tiltekins hóps. „Fólk á öllum aldri mætir og dansar af lífi og sál, allt frá leikskólakrökkum upp í heldra fólk. Dagskráin verður einföld; Saga Garðarsdóttir leikkona er kynnir, DJ Margeir sér til þess að dansinn dunar auk þess sem nokkrar skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað.“Skipuleggjendur Milljarður rís, f.v.: Marta Goðadóttir, Hanna Eiríksdóttir og Snædís Baldursdóttir.Mynd/StefánHanna segir sérstaklega dýrmætt að ná til svo breiðs hóps af fólki. Þar með myndist tilvalið tækifæri til að tala um jafnrétti kynjanna og þá ömurlegu staðreynd að kynbundið ofbeldi er útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. „Með því að mæta á Milljarður rís erum við að fagna þeim framförum sem hafa átt sér stað í jafnréttismálum auk þess sem við erum að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Skemmtilegast finnst mér þó að hreyfa við ungu fólki. Við erum vonandi að sá fræjum hér og þar.“ Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Hanna hvetur alla til þess að kaupa armbandið og mæta með það í dansinn. „Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.“ Hingað til hefur ekki verið neitt vandamál að fá fólk til að mæta í hádeginu og dansa. „Þegar þú hefur mætt einu sinni á Milljarður rís þá mætir þú aftur. Svo einfalt er það. Þetta er tilvalið fyrir vinnu- og skólafélaga, vini og pör. Það er ekkert betra en að standa upp frá tölvunni og sleppa sér í eina klukkustund og fara dansandi inn í helgina.“ Nánari upplýsingar má finna á vef UN Women á Íslandi og á Facebook. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.Bein útsending verður á Vísi frá Hörpu þar sem dansinn mun duna klukkan 12.
Sónar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira