Glimrandi leikhúsvél Sigríður Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 14:00 Þau Ragnheiður, Gunnar Hrafn og Edda ná algjörlega til ungu áhorfendanna í verki Sigrúnar Eldjárn, Kuggur og leikhúsvélin. Kuggur og leikhúsvélin Höfundur: Sigrún eldjárn Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikarar: Gunnar Hrafn Kristjánsson, Edda Arnljótsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir Leikmynd: Högni Sigurþórsson Tónlist og hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Búningar: Leila Arge Leikgervi: Guðrún Erla SigurbjarnadóttirKuggur, Mosi, Málfríður og mamma Málfríðar eru öll á leiðinni í leikhús og mikil spenna er í hópnum en á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrum, þar sem furðuverur laumast í hverju skúmaskoti og uppgötva kraft leikhússins á ferðalaginu. Kúlan í Þjóðleikhúsinu er eitt skemmtilegasta svið borgarinnar fyrir barnaleikrit og ávallt fagnaðarefni þegar vel tekst til eins og Kuggur og leikhúsvélin eftir Sigrúnu Eldjárn, sem frumsýnt var nú um helgina. Þrenningin með Mosa í pokahorninu er virkilega smellin. Þau dansa, syngja og með hjálp leikhúsvélarinnar hennar Málfríðar umbreytast þau í alls konar fígúrur, meira að segja Lilli klifurmús mætir óvænt á svæðið. Gunnar Hrafn, Edda og Ragnheiður vinna laglega saman og hjálpa hvert öðru við að ná algjörlega til ungu leikhúsáhorfendanna. Þau hoppa, skoppa, fetta sig og bretta af bestu list frá upphafi til enda. Gunnar Hrafn er einlægur, skýr og skemmtilegur en Edda og Ragnheiður eru aldeilis ekki síðri með glaðværri sviðsframkomu. Þórhallur Sigurðsson stýrir verkinu af mikilli alúð og fagmennsku sem rammar sýninguna vel inn. Tónlistin og hljóðmyndin í stjórn Kristins Gauta eru vel tímasett, grípandi og leikandi létt í framsetningu þremenninganna. Ef einn veikan punkt er að finna í sýningunni þá er það tölvuatriðið þar sem vinirnir teikna saman á tölvuskjá. Tölvuskrímslið var bráðskemmtilegt á sviði en var nauðsynlegt að pota inn tölvuteiknuðum myndum í lifandi leiksýningu sem virkar jafn vel og raun ber vitni? Leikmynd Högna Sigurþórssonar er stílhrein og litrík, þá sérstaklega margnota og margumtalaða leikhúsvélin sem getur umbreytt fólki á augnabliki og breyst í fljúgandi geimskip. Leila Arge sér um búningana og er hún einstaklega fær í sínu fagi en það eru leikgervi Guðrúnar Erlu Sigurbjarnadóttur sem stela senunni. Tölvuskrímslið og þá sérstaklega bláa geimveran spretta ljóslifandi fram á sjónarsviðið börnunum til mikillar kæti, sem reyndar er ekki minna Ragnheiði að þakka sem gefur sig alla í framsetninguna á þessari stórfurðulegu veru. Þrátt fyrir að leikritið sé miðað við yngstu leikhúsgestina þá geta fullorðnir líka haft mjög gaman af ævintýrum Kuggs, Mosa, Málfríðar og mömmu hennar. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna óharðnaða og unga leikhúsgesti fyrir þeim töfrum sem leikhúsið hefur upp á að bjóða.Niðurstaða: Lauflétt og stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. Gagnrýni Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kuggur og leikhúsvélin Höfundur: Sigrún eldjárn Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikarar: Gunnar Hrafn Kristjánsson, Edda Arnljótsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir Leikmynd: Högni Sigurþórsson Tónlist og hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Búningar: Leila Arge Leikgervi: Guðrún Erla SigurbjarnadóttirKuggur, Mosi, Málfríður og mamma Málfríðar eru öll á leiðinni í leikhús og mikil spenna er í hópnum en á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrum, þar sem furðuverur laumast í hverju skúmaskoti og uppgötva kraft leikhússins á ferðalaginu. Kúlan í Þjóðleikhúsinu er eitt skemmtilegasta svið borgarinnar fyrir barnaleikrit og ávallt fagnaðarefni þegar vel tekst til eins og Kuggur og leikhúsvélin eftir Sigrúnu Eldjárn, sem frumsýnt var nú um helgina. Þrenningin með Mosa í pokahorninu er virkilega smellin. Þau dansa, syngja og með hjálp leikhúsvélarinnar hennar Málfríðar umbreytast þau í alls konar fígúrur, meira að segja Lilli klifurmús mætir óvænt á svæðið. Gunnar Hrafn, Edda og Ragnheiður vinna laglega saman og hjálpa hvert öðru við að ná algjörlega til ungu leikhúsáhorfendanna. Þau hoppa, skoppa, fetta sig og bretta af bestu list frá upphafi til enda. Gunnar Hrafn er einlægur, skýr og skemmtilegur en Edda og Ragnheiður eru aldeilis ekki síðri með glaðværri sviðsframkomu. Þórhallur Sigurðsson stýrir verkinu af mikilli alúð og fagmennsku sem rammar sýninguna vel inn. Tónlistin og hljóðmyndin í stjórn Kristins Gauta eru vel tímasett, grípandi og leikandi létt í framsetningu þremenninganna. Ef einn veikan punkt er að finna í sýningunni þá er það tölvuatriðið þar sem vinirnir teikna saman á tölvuskjá. Tölvuskrímslið var bráðskemmtilegt á sviði en var nauðsynlegt að pota inn tölvuteiknuðum myndum í lifandi leiksýningu sem virkar jafn vel og raun ber vitni? Leikmynd Högna Sigurþórssonar er stílhrein og litrík, þá sérstaklega margnota og margumtalaða leikhúsvélin sem getur umbreytt fólki á augnabliki og breyst í fljúgandi geimskip. Leila Arge sér um búningana og er hún einstaklega fær í sínu fagi en það eru leikgervi Guðrúnar Erlu Sigurbjarnadóttur sem stela senunni. Tölvuskrímslið og þá sérstaklega bláa geimveran spretta ljóslifandi fram á sjónarsviðið börnunum til mikillar kæti, sem reyndar er ekki minna Ragnheiði að þakka sem gefur sig alla í framsetninguna á þessari stórfurðulegu veru. Þrátt fyrir að leikritið sé miðað við yngstu leikhúsgestina þá geta fullorðnir líka haft mjög gaman af ævintýrum Kuggs, Mosa, Málfríðar og mömmu hennar. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna óharðnaða og unga leikhúsgesti fyrir þeim töfrum sem leikhúsið hefur upp á að bjóða.Niðurstaða: Lauflétt og stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.
Gagnrýni Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira