Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Konan verður í vikulöngu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fréttablaðið/Stefán Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira