Bakdyrnar í Meistaradeildina opnar upp á gátt fyrir Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 06:00 Liverpool getur komist í Meistaradeildina. Fréttablaðið/getty Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“