Bakdyrnar í Meistaradeildina opnar upp á gátt fyrir Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 06:00 Liverpool getur komist í Meistaradeildina. Fréttablaðið/getty Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira