Innlent

Meta andlegt tjón Einars Boom

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Einar Boom sat í sex mánuði í gæsluvarðhaldi en var sýknaður á báðum dómstigum.
Einar Boom sat í sex mánuði í gæsluvarðhaldi en var sýknaður á báðum dómstigum. Vísir/Anton
Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012.

Sérfræðingarnir tveir, geðlæknir og lagaprófessor, munu meta hvort og þá hvaða afleiðingar gæsluvarðhaldið hafði á Einar, en hann sat í gæsluvarðhaldi í sex mánuði þegar hann var grunaður um að hafa skipulagt hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður árið 2012 bæði í héraðsdómi og Hæstarétti.

Einar stefndi íslenska ríkinu til greiðslu rúmlega 74 milljóna króna í skaðabætur, en því máli var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um tjónið sem Einar telur sig hafa orðið fyrir. Nú hyggst hann hins vegar sanna tjón sitt með mati sérfræðinga.

Í stefnunni kom fram að Einari leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð og samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi.


Tengdar fréttir

Einar Boom segist hættur í Vítisenglum

Einar Ingi Marteinsson, Einar Boom, er hættur í Hells Angels. Samkvæmt frásögn á DV.is hringdi Einar úr gæsluvarðhaldi í ritstjórn DV til að greina frá þessu. "Ég er hættur í Hells Angels. Ég ætla ekkert að ræða það frekar, en ég er hættur og þetta er staðfest," er haft eftir Einari og segir ástæðuna fyrir brotthvarfi hans verða opinberaða síðar. Aðspurður segir Einar það vera skrítið að vera skilinn við samtökin en hann segir að þannig sé það engu að síður. Einar situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að árás á konu um síðustu áramót.

Allar líkur á að Einar "Boom“ fái bætur

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður segir allar líkur á því að Einar „Boom" Marteinsson fái dæmdar skaðabætur frá ríkinu fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi að ósekju ef hann á annað borð fer fram á bætur.

Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál

Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Gæsluvarðhald yfir Einari Boom staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Einari „Boom“ Marteinssyni, leiðtoga Vítisengla á Íslandi, en hann var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. janúar. Einar Ingi er grunaður um aðild að alvarlegri líkamsrárás á konu þann 22. desember síðastliðinn og aðra líkamsárás sem gerð var stuttu seinna. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls.

Einar Boom vill fá afsökunarbeiðni

"Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar,“ segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×