Rúður sprungu í flestum bifreiðum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Ótal bílrúður brotnuðu vegna grjóthríðar. Fréttablaðið/Jónína G. Aradóttir „Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira