Ríkið keppir við einkaframtakið Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs?
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun