Spá 1,6 milljónum gesta á Þingvöllum eftir tíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Ferðamenn á Hakinu laust fyrir hádegi síðastliðinn mánudag. Mynd/Berglind Sigmundsdóttir „Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira