Lét mig aldrei dreyma um að komast þarna inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 06:00 Sigmundur Már Herbertsson við störf í Domino's-deildinni, þar sem hann hefur verið í hópi bestu dómara um árabil. fréttablaðið/vilhelm Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik