Nuddaðu snípinn! 27. febrúar 2015 12:00 A hand about to press a big red buzzer Rauður hnappur Ég verð að játa að þolinmæði mín er á þrotum. Ef ég fæ enn einn tölvupóstinn sem fjallar um leggangafullnægingu eða hvernig hann getur látið, athugið LÁTIÐ í skipunartóni, hana fá það, þá gæti tölvan mín lent í ruslinu. Ekki misskilja mig, ég elska að fá frá þér lesandi góður spurningar í tengslum við kynlíf en mér finnst ég vera farin að endurtaka mig ískyggilega mikið og minna á gamlan vínyl. Þú lætur ekki aðra manneskju njóta kynlífs. Það er ekkert töfraorð eða sérstaklega taktfastur sláttur sem gerir það að verkum að önnur manneskja springur í frygðarstunum. Hún fær fullnægingu því hún sleppir sér. Hún er hönnuður sinnar eigin fullnægingar. Það er því sama hversu mikla tækni þú telur þig hafa lært, ef hún er ekki með heila og hjarta í kynlífinu þá getur þú allt eins sleppt þessum fimleikum þínum. Seinustu helgi sat ég með hóp af ungum konum sem hlógu að skilningi fyrrverandi bólfélaga á snípnum. Ein líkti snípnum við stóran rauðan hnapp sem viðkomandi hélt að þyrfti bara að ýta á einu sinni, líkt og um geimflaugarskot væri að ræða, og hún myndi engjast um af unaði. Stelpurnar rifnuðu af hlátri og skiptust á sögum af hversu lengi þær þyrftu að nudda snípinn, af hversu miklum ákafa og hversu vel þær þyrftu að kveikja fyrst á sér kynferðislega þarna uppi í heilanum. Í fræðslu í framhaldsskóla vatt einmitt strákur sér að mér og spurði hvort hann þyrfti í alvörunni alltaf að nudda þennan sníp þarna. Og bætti við, þarf að gera það lengi? Nú, eða ágæta daman sem finnst hún vera að missa af öllu góðu í kynlífi því hún getur ekki fengið fullnægingu nema með því að nudda snípinn. Hvaða ráð gæti ég gefið henni til að upplifa hina langþráðu leggangafullnægingu sem allar vinkonur hennar töluðu um af svo miklum ákafa. Mér fallast hendur. Þú berð ábyrgð á þinni eigin fullnægingu. Hún byrjar í hausnum á þér. Ef þú ert að taka úr uppþvottavélinni þá er erfitt að njóta sín í kynlífi nema þú sért með blæti fyrir heimilisþrifum. Ef þú ert með píku þá er snípurinn næmasti staðurinn á henni og var hannaður til þess eins að veita þér unað og fullnægingu. Það er hvorki skrýtið né flókið, svona virkar píkan bara. Þá er gott að muna að snípurinn bleytir sig ekki sjálfur og því er gott að bleyta hann fyrir örvun með sleipiefni eða bleytunni sem píkan framleiðir sjálf. Ekki nota munnvatn, það þornar svo fljótt. Ég biðla til ykkar allra þarna úti sem á einhverjum tímapunkti munu snerta píku, NUDDAÐU SNÍPINN! Ef viðkomandi segir að sér finnist svo gott að fá fingur inn í leggöng, hlustaðu þá á það. Spurðu hvað henni þykir gott og taktu við leiðbeiningum. Þá fyrst erum við að tala um kynlíf. Það er jú einn af tjáningarmátum fólks svo notaðu hann og gerðu það vel, þetta eru samræður en ekki einræða. Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Ég verð að játa að þolinmæði mín er á þrotum. Ef ég fæ enn einn tölvupóstinn sem fjallar um leggangafullnægingu eða hvernig hann getur látið, athugið LÁTIÐ í skipunartóni, hana fá það, þá gæti tölvan mín lent í ruslinu. Ekki misskilja mig, ég elska að fá frá þér lesandi góður spurningar í tengslum við kynlíf en mér finnst ég vera farin að endurtaka mig ískyggilega mikið og minna á gamlan vínyl. Þú lætur ekki aðra manneskju njóta kynlífs. Það er ekkert töfraorð eða sérstaklega taktfastur sláttur sem gerir það að verkum að önnur manneskja springur í frygðarstunum. Hún fær fullnægingu því hún sleppir sér. Hún er hönnuður sinnar eigin fullnægingar. Það er því sama hversu mikla tækni þú telur þig hafa lært, ef hún er ekki með heila og hjarta í kynlífinu þá getur þú allt eins sleppt þessum fimleikum þínum. Seinustu helgi sat ég með hóp af ungum konum sem hlógu að skilningi fyrrverandi bólfélaga á snípnum. Ein líkti snípnum við stóran rauðan hnapp sem viðkomandi hélt að þyrfti bara að ýta á einu sinni, líkt og um geimflaugarskot væri að ræða, og hún myndi engjast um af unaði. Stelpurnar rifnuðu af hlátri og skiptust á sögum af hversu lengi þær þyrftu að nudda snípinn, af hversu miklum ákafa og hversu vel þær þyrftu að kveikja fyrst á sér kynferðislega þarna uppi í heilanum. Í fræðslu í framhaldsskóla vatt einmitt strákur sér að mér og spurði hvort hann þyrfti í alvörunni alltaf að nudda þennan sníp þarna. Og bætti við, þarf að gera það lengi? Nú, eða ágæta daman sem finnst hún vera að missa af öllu góðu í kynlífi því hún getur ekki fengið fullnægingu nema með því að nudda snípinn. Hvaða ráð gæti ég gefið henni til að upplifa hina langþráðu leggangafullnægingu sem allar vinkonur hennar töluðu um af svo miklum ákafa. Mér fallast hendur. Þú berð ábyrgð á þinni eigin fullnægingu. Hún byrjar í hausnum á þér. Ef þú ert að taka úr uppþvottavélinni þá er erfitt að njóta sín í kynlífi nema þú sért með blæti fyrir heimilisþrifum. Ef þú ert með píku þá er snípurinn næmasti staðurinn á henni og var hannaður til þess eins að veita þér unað og fullnægingu. Það er hvorki skrýtið né flókið, svona virkar píkan bara. Þá er gott að muna að snípurinn bleytir sig ekki sjálfur og því er gott að bleyta hann fyrir örvun með sleipiefni eða bleytunni sem píkan framleiðir sjálf. Ekki nota munnvatn, það þornar svo fljótt. Ég biðla til ykkar allra þarna úti sem á einhverjum tímapunkti munu snerta píku, NUDDAÐU SNÍPINN! Ef viðkomandi segir að sér finnist svo gott að fá fingur inn í leggöng, hlustaðu þá á það. Spurðu hvað henni þykir gott og taktu við leiðbeiningum. Þá fyrst erum við að tala um kynlíf. Það er jú einn af tjáningarmátum fólks svo notaðu hann og gerðu það vel, þetta eru samræður en ekki einræða.
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira